
Sérferð dagana 13. – 20. september 2026
Tveir saman í herbergi – 239.800 kr á mann
Einn í herbergi – 279.800 kr á mann.
Frekari upplýsingar í síma 552-2018 eða info@tasport.is
239.800 kr. – 279.800 kr.Price range: 239.800 kr. through 279.800 kr.
Sierra Golf
Við hjá TA-Sport Travel höfum boðið upp á ferðir til Sierra Golf Club í Póllandi allt frá árinu 2017.
Í upphafi þótti þetta framandi kostur fyrir marga íslenska kylfinga – en í dag er Sierra orðinn einn vinsælasti
og eftirsóttasti golf áfangastaðurinn okkar Íslendinga.
Það sem gerir Sierra svo sérstakan er einstök blanda af hagstæðu verði, vandaðri þjónustu og ótrúlega fallegu umhverfi.
Pólverjar hafa tekið stórum skrefum fram á við í uppbyggingu golf íþróttarinnar og Sierra er þar engin undantekning, Sierra golf er sannkallað flaggskip þeirra við Gdansk. Nýlega var ráðinn landslagsarkitekt til að endurhanna umhverfið í kringum völlinn – með sérstakri áherslu á liti, blóm og trjágróður sem fylgja síðan litaþema eftir brautum. Útkoman er glæsileg og bætir enn frekar við upplifunina. Nýlega tóku þeir upp á að bjóða öllum kylfingum upp á glas að Prosecco á 10.teig sem hefur mælst mjög vel fyrir.
Golfvöllurinn sjálfur hentar öllum kylfingum – bæði byrjendum og lengra komnum, gæðin á svæðinu eru sannarlega sambærileg við það besta sem Spánn og Portúgal hafa upp á að bjóða. Við mælum eindregið með Sierra Golf Club – hvort sem þú ert að skipuleggja fyrstu golfferðina þína eða vilt prófa eitthvað nýtt og öðruvísi. Þetta er staður sem margir okkar viðskiptavina snúa aftur til, ár eftir ár.
Ekki skemmir verðið fyrir, miðað við þá gæði, þjónustu og upplifun sem þessi ferð býður upp á.
Þetta er sannarlega lúxus golf ferð á Kr. 239.800 á mann m.v. 2 saman í herbergi – en eins og áður segir er takmarkað sætispláss.
Hentar fyrir:
Aðgengi og samgöngur

Beint flug með Wizzair.
Brottför 13.september kl 19:50 – 01:25
Heimför 20.september kl 17:15 – 19:10
Ný og glæsileg gisting tekin í notkun núna 2021. Gestir gista í litlum húsum byggð í skandinavískum stíl innan lokaðs svæðis við golfvöllinn. Öll húsin hafa 2 herbergi með sér inngangi og sér verönd. Sierra býður einnig upp á gufubað, paddle tennisvelli og sundlaug.
Gisting og aðstaða



Sierra Golf Club er einn af glæsilegustu golfvöllum Póllands – staðsettur í fallegu og grónu umhverfi rétt utan
við borgina Gdynia, aðeins um 45 mínútna akstur frá Gdansk. Hér sameinast hágæða golf upplifun,
fyrsta flokks þjónusta og afslappað andrúmsloft, sem hentar jafnt einstaklingum sem hópum.
Golfvöllurinn
Það sem gerir Sierra einstakt
INNIFALIÐ
Hægt að kaupa aukalega: