Barcelona Girls Cup er alþjóðlegt fótboltamót fyrir stelpur í 3. og 4. aldursflokki.
2. – 9. júní 2025
Mótið er haldið suður af Barcelona við lítinn strandbæ sem nefnist Salou (Tarragona) sem er tæpum 100 km frá Barcelona.
Leiknir eru minnst 5 leikir á lið og er leiktíminn 2×20 mínútur.
Þessi ferð býður uppá frábæra samsetningu af sumarfríi, fótbolta og sól.
Fáðu verðtilboð fyrir liðið þitt – info@tasport.is eða í síma 552-2018
Barcelona Girls Cup er alþjóðlegt fótboltamót fyrir stelpur í 3. og 4. aldursflokki. Mótið er haldið suður af Barcelona við lítinn strandbæ sem nefnist Salou (Tarragona) sem er tæpum 100 km. frá Barcelona.
Futbol Salou
Virkilega flott fótboltasvæði sem er með 5 grasvelli og 7 gervigrasvelli, allur búnaður fyrir æfingar er á svæðinu t.d boltar, vesti, keilur ofl. Það er einnig mikill kostur að allir leikir á mótinu fara fram á þessu svæði þar sem vellirnir eru allir hlið við hlið. Glæsileg aðstaða sem hefur fengið viðurkenningu sem eitt besta æfingasvæðið í Evrópu.
Dæmi um ferð:
3* hótelgisting sem er vel staðsett nálægt strönd og öðru. Innifalið er fullt fæði og möguleiki á að vera allt að 4 saman í herbergi. Mótið raðar liðum niður á hótel og notast yfirleitt við Best Hotel keðjuna.