Síðumúla 25 108 Reykjavík Sími 552-2018 info@tasport.is (26)
Liverpool - Man. City 6 - 9. feb / Hópaferð
Bretland
Liverpool
4

Þriggja nátta ferð á stórleik Liverpool – Manchester City

6.  – 9. febrúar 2026

Hafið samband við TA Sport Travel fyrir frekari upplýsingar í síma 552-2018 eða á info@tasport.is

Verð

224.800 kr.299.800 kr.

Liverpool – Man. City

Arne Slot tókst það sem allir töldu óhugsandi; hann stýrði Liverpool til meistaratitils í fyrstu atrennu. Þar með komst hann í hóp örfárra stjóra sem hafa afrekað það í Englandi. Slot naut þess vissulega að Jürgen Klopp skildi eftir sig sterkan hóp en handbragð Slot leyndi sér ekki, bæði í leikskipulagi og innáskiptingum. Liverpool hefur styrkt leikmannahópinn verulega og ætlar sér klárlega að verja titilinn með kjafti og klóm.

Heimavöllur Liverpool, Anfield, tekur nú 61.000 áhorfendur eftir tvöfalda stækkun á sl. 8 árum. Stemningin á vellinum er óviðjafnanleg þegar best lætur.

Liverpool hefur unnið enska meistaratitilinn 20 sinnum og FA Cup 8 sinnum. Þá hefur Liverpool unnið deildabikarinn (League Cup/EFL Cup og nú Carabao Cup) 10 sinnum, nú seinast á síðustu leiktíð.

Að þessu sinni mætir Liverpool liði Man. City

Hvernig á að bóka?
  • Ef þú ert ein/n á ferð þarftu að velja “Einbýli” x 1
  • Ef tveir eru saman í herbergi (tveir fullorðnir eða fullorðinn og barn) þarf að velja “Tvíbýli” x 2
  • Ef þrír fullorðnir eru að bóka saman þarf fyrst að velja “Tvíbýli” x 2 og setja í körfuna og velja síðan “Einbýli” x 1
  • Ef tveir fullorðnir og eitt barn eru að bóka, þarf að bóka “Tvíbýli” x 2 og “Barn” x 1.
  • Athugið að herbergi á Novotel í Liverpool eru fremur lítil og rúma ekki meira en 3 með góðu móti. Tvíbreitt rúm er í Double-herbergjum. Uppbúinn svefnsófi er að auki ef um er að ræða Twin eða 3ja manna herbergi. Þriðji gestur verður að vera barn 15 ára eða yngra.

 

Staðfestingargjald, fullgreiðsla ferðar og afbókanir

  • Staðfestingargjald þarf að greiða samhliða pöntun.
  • Lokauppgjör ferðar þarf að fara fram ekki seinna en 8 vikum fyrir auglýsta brottför. Viðskiptavinir fá senda áminningu frá okkur þegar komið er að lokauppgöri.
  • Um afbókanir vegna veikinda eða annarra persónulegra aðstæða, gilda almennar reglur og skilmálar.
  • Ferðagögn eru send 7-10 dögum fyrir brottför

 

bóka ferð


Myndagallerý

Hafa samband