Síðumúla 25 108 Reykjavík Sími 552-2018 info@tasport.is (26)
Liverpool - Nottingham Forest 21. - 24. nóv / Hópferð
Bretland
Liverpool
4

Þriggja nátta hópferð ferð á Liverpool – Nottingham Forest!

20. – 23. Nóvember

Hafið samband við TA Sport Travel fyrir frekari upplýsingar í síma 552-2018 eða á info@tasport.is

Liverpool – Nottingham Forest

Arne Slot tókst það sem allir töldu óhugsandi; hann stýrði Liverpool til meistaratitils í fyrstu atrennu. Þar með komst hann í hóp örfárra stjóra sem hafa afrekað það í Englandi. Slot naut þess vissulega að Jürgen Klopp skildi eftir sig sterkan hóp en handbragð Slot leyndi sér ekki, bæði í leikskipulagi og innáskiptingum. Liverpool hefur styrkt leikmannahópinn verulega og ætlar sér klárlega að verja titilinn með kjafti og klóm.

Heimavöllur Liverpool, Anfield, tekur nú 61.000 áhorfendur eftir tvöfalda stækkun á sl. 8 árum. Stemningin á vellinum er óviðjafnanleg þegar best lætur.

Liverpool hefur unnið enska meistaratitilinn 20 sinnum og FA Cup 8 sinnum. Þá hefur Liverpool unnið deildabikarinn (League Cup/EFL Cup og nú Carabao Cup) 10 sinnum, nú seinast á síðustu leiktíð.

Að þessu sinni mætir Liverpool liði Nottingham Forest

 

Hvernig á að bóka?

  • Senda tölvupóst á info@tasport.is eða hringja í síma 552-2018.

 

bóka ferð

Myndagallerý