Torremirona

Innifalið

 • Flug KEF-BCN-KEF.
 • 20.kg innrituð taska og 10.kg handfarangur.
 • Akstur til og frá flugvelli á spáni.
 • Fullt fæði (morgun-,hádegis og kvöldmatur með vatni).
 • 2x 90 per dag.
 • Æfingabúnaður.
 • Fundarherbergi.
 • Nuddherbergi.
 • Þvottur
 • Spa
 • Gym
 • Vatn á æfingum

Hafðu samband og fáðu tilboð fyrir hópinn þinn í síma 552-2018 eða info@tasport.is.

Flokkur:

Torremirona

Staðsett um 1 klst og 30 mín frá Barcelona. Lúxus æfingasvæði sem hafa fagmenn í sínu liði til þess að skipuleggja æfingaferð fyrir fótboltalið sem vilja æfa við bestu aðstæður sem völ er á. Frábært starfsfólk sem heldur vel utan um hópinn. Svæðið býður uppá grasvöll með sjálfvirku vökvunarsystemi, sér völl fyrir markmannsþjálfun, hlaupabraut ásamt líkamsræktaraðstöðu. Svæðið býður upp á gott úrval af æfingabúnaði, sem dæmi 4 stór hreyfanleg mörk, 4 lítil mörk, æfingakarlar, stigar, grindur, stangir o.fl.

 • Æfingasvæðið er staðsett aðeins 150 metrum frá hótelinu.
 • Svæðið er afmarkað sem gerir það að verkum að liðin geta unnið í miklu næði þar sem einungis eitt lið æfir á svæðinu hverju sinni ásamt því að geta valið æfingatíma þegar hentar.
 • Persónuleg borðstofa fyrir liðið þar sem uppá er boðið fullt fæði með sérsniðnum réttum, allir hugsaðir fyrir íþróttafólk.
 • Fundarherbergi, nuddherbergi með tveimur bekkjum ásamt geymslusvæði fyrir búnað.

Video linkur frá svæðinu. https://www.youtube.com/watch?v=MmGZdyLViIU

Við leggjum höfuðáherslu á allt sem má tengja við sport og hvers konar hreyfingu og bjóðum mikið úrval ferða því tengdu og erum í raun rétt að byrja að þróa það úrval sem við komum til með að bjóða.

Flýtileiðir

Upplýsingar

Velkomin á vef TA Sport Travel, vefurinn notar vafrakökur (e. cookies). frekari upplýsingar

The cookie settings on this website are set to "allow cookies" to give you the best browsing experience possible. If you continue to use this website without changing your cookie settings or you click "Accept" below then you are consenting to this.

Close