Tenerife

Tenerife Top Training

  • Staðsett á Costa Adeje ströndinni, 20 mín frá flugvellinum.
  • 50m ólympíulaug, 10 brautir
  • 25m sundlaug, 6 brautir

Við bjóðum uppá að skipuleggja æfingaferðir fyrir alla aldurshópa í beinu flugi frá Keflavík til Tenerife, frekari upplýsingar og tilboð í síma 552-2018 eða info@tasport.is

Flokkur:

Training Top Training:

Æfingasvæði í hæsta gæðaflokki. Tvær úti sundlaugar sem eru fullkomnar til sundþjálfunar þar sem þær hafa sérstakan síunarbúnað til að halda klóri í litlu magni. Sundlaugunum er haldið stöðugum á milli 26-28°C allt árið. Á bakkanum er aðstaða fyrir iðkendur til styrktar- og teygjuæfinga.

Einnig hefur svæðið æfingalaug þar sem þjálfarinn stillir ákveðin straum og getur horft undir laugina í gegnum gler og tekið upp.

Svæðið býður uppá gott úrval af æfingabúnaði.

Hægt er að brjóta upp æfingadaginn en á svæðinu er til staðar hlaupabraut, strandblak, fótboltavellir, tennis, skvass, úti og inni líkamsræktarstöð og crossfit box.

Lið hafa aðgang að nuddherbegi og spa sem er útbúið með nuddpotti, köldum potti, gufubaði og tyrknesku baði, fullkomið til að slaka á eftir æfingar dagsins.

Við leggjum höfuðáherslu á allt sem má tengja við sport og hvers konar hreyfingu og bjóðum mikið úrval ferða því tengdu og erum í raun rétt að byrja að þróa það úrval sem við komum til með að bjóða.

Flýtileiðir

Upplýsingar

Velkomin á vef TA Sport Travel, vefurinn notar vafrakökur (e. cookies). frekari upplýsingar

The cookie settings on this website are set to "allow cookies" to give you the best browsing experience possible. If you continue to use this website without changing your cookie settings or you click "Accept" below then you are consenting to this.

Close