Empordá Golf

179.800 kr.198.800 kr.

Innifalið

  • Flug, skattar og gjöld Keflavík – Barcelona – Keflavík.
  • Flutningur á 20kg. golfsetti, 20 kg. innrituð taska og 10 kg. handfarangur.
  • Akstur frá flugvelli á hótel og til baka við brottför.
  • Gisting á 4 stjörnu hóteli með hálfu fæði.
  • Spa aðgangur.
  • 18 holur á dag.
  • Æfingaboltar.
  • Golfkerra.

Golfbíl kr. 3000 per 18 holur, per mann. Verð miðast við 2 saman á bíl.

Gistináttaskattur 1€ per nótt er ekki innifalinn.

Frekari upplýsingar og verðtilboð í síma 552-2018 eða info@tasport.is

Hreinsa

Vörunúmer: Á ekki við Flokkur:

Empordá Golf

Frábært golfsvæði við strendur Costa Brava sem býður upp á tvo 18 holu golfvelli, links og skógarvöll. Staðsett um 1 klst og 40 mín frá flugvellinum í Barcelona. Emporda Golf hefur verið valinn einn af 10 bestu á Spáni og er viðurkenndur af hinni virtu „Peugeot guide“ sem einn af 1000 bestu golfvöllum heimsins. Bandaríska tímaritið „Golf World“ telur okkur vera eitt besta svæðið á Spáni, auk þess að vera 3. besta á Norður-Spáni. Fallegt og rólegt umhverfi heillar marga við Empordá svæðið en fyrir þá sem vilja þá ekki langt í úrval veitingastaða og meira líf í Girona sem er í 30 mínútna aksturfjarlægð.


Girona

Borgin hefur mikla sögu og er vinsæll áfangastaður ferðamanna. Meðal annars má nefna sögulegar kirkjur, falleg fljót og mörg söfn sem hægt er að skoða í borginni. Úrval veitingastaða er mjög fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.


Play De Aro

Ef gestir vilja komast í búðir eða næturlíf þá er Play De Aro í 20 mín aksturfjarlægð og hefur svæðið úrval búða og er opið alla daga vikunar.

L’Estartit / Torroella

Þessir tveir bæir eru í 7-10 mínútna fjarlægð frá Hótelinu með leigubíl. Hægt er að finna bæði bari og góða veitingarstaði þar. Mælum við sérstaklega með Gelatone Giardinetto ítalskur veitingarstaður í L’Estartit.


Hotel Empordá Golf ****

Staðsett á milli golfvallana og alveg við klúbbhúsið með fallegu útsýni yfir næsta nágreni.  Byggt árið 2006 en hótelið var svo endurnýjað ásamt klúbbhúsinu árið 2020. Á golfsvæðinu eru tveir veitingastaðir einn inn á hótelinu og svo í klúbbhúsinu. Aðstaða á hótelinu er mjög góð en þar er að finna Spa og líkamsrækt sem er innifalin fyrir gesti og í hótelgarðinu er svo útisvæði með bekkjum og sundlaug.

Það kostar aukalega 10€ per nótt per herbergi að fá útsýni sem snýr 1.teigum golfvallana.


Vellirnir

Tveir 18 holu golfvellir, links og forest hannaðir af Robert Von Hagge. Einkenni links hlutans á Empordá eru vötn, sandöldur og stórar glompur. Lengd vallarins er krefjandi en hann er rúmlega 6700m af gulum teigum. Forest völlurinn er meira staðsetningar golf og reynir á margar kylfur í pokanum. Þéttur skógur setur mikin svip á völlinn sem er par 72 og rúmlega 6100m af gulum teigum.


 

Við leggjum höfuðáherslu á allt sem má tengja við sport og hvers konar hreyfingu og bjóðum mikið úrval ferða því tengdu og erum í raun rétt að byrja að þróa það úrval sem við komum til með að bjóða.

Flýtileiðir

Upplýsingar

Velkomin á vef TA Sport Travel, vefurinn notar vafrakökur (e. cookies). frekari upplýsingar

The cookie settings on this website are set to "allow cookies" to give you the best browsing experience possible. If you continue to use this website without changing your cookie settings or you click "Accept" below then you are consenting to this.

Close