Stutt flug, úrval verslanna og hugguleg kaffihús og veitingastaðir!
5. – 8. desember 2026
Verð frá 126.800 kr. á mann m.v. 2 fullorðna saman.
126.800 kr. – 158.800 kr.Price range: 126.800 kr. through 158.800 kr.
Kláraðu jólagjafainnkaupin á einu bretti í stærstu borg Skotlands!
Flogið er beint til Glasgow með Icelandair snemma á föstudegi og aftur heim á mánudegi.
Innifalið í verði er flug, innritaður farangur báðar leiðir og 4* hótelgisting með morgunmat. Hótelið er á góðum stað í Glasgow í nálægð við fjölda verslana og veitingastaða borgarinnar.
Glasgow er stærsta borg Skotlands og frábær áfangastaður til að heimsækja á aðventunni þar sem borgin er extra lífleg og litrík á þessum árstíma. Einnig er Glasgow frábær staður til að versla jólgjafirnar, gott úrval og hagstætt verðlag. Helstu verslunargöturnar Buchanan, Sauciehall og Argyle Street svo er St. Enoch verslunamiðstöðin staðsett í miðbænum og prince’s Square. Glasgow er mikil menningar borg, þeir sem hafa áhuga á listasöfnum, leikhúsum, tónleikum eða samskonar viðburðum ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi en má segja að borgin sé leiðandi í þessum efnum.
KEF – Glasgow – KEF / Icelandair
Út 5. Desember
Heim 8. Desember
Maldron Hotel Glasgow City er þægilega staðsett í miðbæ Glasgow. Á hótelinu er veitingastaður og líkamsrækt.
Þetta 4-stjörnu hótel býður upp á herbergisþjónustu og sólarhringsmóttöku. Öll herbergin á hótelinu eru með skrifborð, flatskjá, sérbaðherbergi, rúmföt og handklæði. Öll herbergin eru með fataskáp og katli.
Morgunverðarhlaðborð er í boði á hverjum morgni á Maldron Hotel Glasgow City.
Meðal áhugaverðra staða í nágrenni við hótelið eru Glasgow Royal Concert Hall, Buchanan Galleries og Glasgow Queen Street-lestarstöðin.
Flugvöllurinn er í um 13 km frá Maldron Hotel Glasgow City.
Við St. Enoch square og George square er einn af aðal jólamörkuðunum í Glasgow. Frábært andrúmsloft og skemmtileg stemming þar sem bæði innlendir og erlendir aðilar eru með ýmislegt spennandi í boði í sínum básum. Einnig er hægt að taka hring í paríshjólinu eða skella sér á skauta á torginu. Eftir allt stússið er svo tilvalið að kíkja á þýsku pöbbana í kring og þá fjölbreyttu menningu sem svæðið hefur uppá að bjóða.
Gistináttaskattur er ekki innifalinn.