Síðumúla 25 108 Reykjavík Sími 552-2018 info@tasport.is (31)
Arsenal - Leeds 22. - 25. ágúst / Pakkaferð
Bretland
London
4

Arsenal – Leeds

22 – 25. ágúst 2025

Hafið samband við TA Sport Travel fyrir frekari upplýsingar í síma 552-2018 eða á info@tasport.is

Arsenal – Leeds

Áhangendur Arsenal eru orðnir langeygir eftir meistaratitli. Eftir 2. sætið þrjár leiktíðir í röð standa spjótin óneitanlega á Mikel Arteta. Þrátt fyrir að hafa fengið umtalsvert fé til að styrkja leikmannahópinn ár frá ári hefur herslumuninn alltaf vantað. Leiðin að titlinum verður ekki síður grýtt nú en á síðustu leiktíð þar sem bæði Liverpool og City mæta til leiks með mun öflugri leikmannahópa en á síðustu leiktíð.

Heimavöllur Arsenal, Emirates, tekur 60.700 áhorfendur og hefur reynst aðkomuliðum mikil gryfja undanfarin ár.

Arsenal hefur unnið enska meistaratitilinn 13 sinnum og FA Cup 14 sinnum, oftar en nokkurt enskt lið. Deildabikarinn (League Cup/EFL Cup og nú Carabao Cup) hefur Arsenal tvívegis unnið.

Að þessu sinni mætir Arsenal liði Leeds.

Cannon Club Level

Hvernig á að bóka?

  • Ef þú ert ein/n á ferð þarftu að velja “Einbýli” x 1
  • Ef tveir eru saman í herbergi (tveir fullorðnir eða fullorðinn og barn) þarf að velja “Tvíbýli” x 2
  • Ef þrír fullorðnir eru að bóka saman þarf fyrst að velja “Tvíbýli” x 2 og setja í körfuna og velja síðan “Einbýli” x 1

 

Staðfestingargjald, fullgreiðsla ferðar og afbókanir

  • Staðfestingargjald þarf að greiða samhliða pöntun.
  • Lokauppgjör ferðar þarf að fara fram ekki seinna en 8 vikum fyrir auglýsta brottför. Viðskiptavinir fá senda áminningu frá okkur þegar komið er að lokauppgöri.
  • Um afbókanir vegna veikinda eða annarra persónulegra aðstæða, gilda almennar reglur og skilmálar.
  • Ferðagögn eru send 7-10 dögum fyrir brottför

 

bóka ferð

Myndagallerý

Hafa samband