Liverpool,,Uk,-,May,17,2018:,Bronze,Statue,Of,The
Bítlarnir af fingrum fram með Jóni Ólafssyni
Borgarferð
Bretland
Liverpool
4

TA Sport Travel og Premierferðir kynna:
Ógleymanlega 3ja nátta ferð til Liverpool!

Hápunktur ferðarinnar er kvöldskemmtunin „Bítlarnir af fingrum fram í Cavern Club“ – sögustund í tónum og tali með Jóni Ólafssyni.

15. – 18. nóvember 2024

Færri komust að en vildu í fyrri Bítlaferðirnar okkar!

Verð

178.800 kr.214.800 kr.

LÝSING

Í ferðinni fögnum við rúmlega 60 ára sögu þeirra John, Paul, George og Ringo, en sá síðastnefndi gekk til liðs við The Beatles árið 1962.

Við kynnum okkur töfra tónlistar Bítlanna og söguslóðir fjórmenninganna, njótum lífs í mat og drykk og sumir vilja e.t.v. kíkja aðeins í búðir en miðborg Liverpool er afar hentug til slíks.

Tónlist Bítlanna ruddi nýjar brautir í dægurtónlist á sínum tíma. Slíkur er máttur tónlistar fjórmenninganna frá Liverpool að hún lætur engan ósnortinn meira en hálfri öld eftir að síðustu plötur Bítlanna komu út.

Fleiri ferðamenn koma til Liverpool á hverju ári til þess að kynna sér sögu og söguslóðir Bítlanna en til að fara á knattspyrnuleiki og eru þó tvö þekkt knattspyrnulið í borginni.

Jón Ólafsson, tónlistarmaður, þekkir tónlist Bítlanna eins og lófann á sér. Hann mun leiða þátttakendur í gegnum ótrúlegan tónlistarferil fjórmenninganna í tali og tónum á ljúfri kvöldstund í hinum goðsagnakennda Cavern Club.

Sem borg á Liverpool sér stórmerkilega sögu, löngu fyrir tíma Bítlanna. Á tímum iðnbyltingarinnar varð Liverpool helsta útflutningshöfn Bretlands. Fyrir vikið varð Liverpool snemma vagga fjölmenningar. Liverpool var jafnframt á gullöld borgarinnar miðstöð farþegasiglinga yfir Atlantshafið.

Sterk tenging borgarinnar við Bandaríkin mótaði ekki aðeins sögu hennar að vissu leyti heldur voru þessi tengsl ekki síður uppspretta þeirra menningaráhrifa sem mótuðu m.a. feril Bítlanna.

Liverpool er einstök borg með sérstakan „Scouse-kúltur“ og nánast eigið tungumál. Liverpool er í dag ein vinsælasta ferðamannaborg Englands, annáluð fyrir fjörlegt skemmtanalíf, góða matsölustaði, fjölda frábærra verslana og hlýtt viðmót heimamanna.

Vinsamlega athugið!  Cavern Club er með 18 ára aldurstakmark á kvöldin. Á því eru ekki neinar undantekningar, jafnvel þótt um lokaðan viðburð sé að ræða eins og þennan. 

Jón Ólafsson flytur lög sín við íslensk ljóð | Gljúfrasteinn Liverpool travel guide

 

bóka ferð


Myndagallerý

Hafa samband