Mars – júní 2025
Verð frá 299.800 kr. á mann í tvíbýli
299.800 kr. – 473.800 kr.
Bonalba golfsvæðið er frábær áskorun fyrir áhuga- og atvinnugolfara!
Bonalba golfvöllurinn er staðsettur í Valencia-héraði, mjög nálægt Alicante eða um 23 mín keyrsla frá Alicante flugvellinum, rétt við hliðina á Playa de San Juan sem er hluti af Alicante svæðinu. Golfvöllurinn býður upp á tilkomumikið útsýni yfir Miðjarðarhafið og hið fullkomna loftslag allt árið um kring til þess að njóta þess að spila golf.
Bonalba golfvöllurinn er 18 holur, par 72. Þetta er frábær golfvöllur byggður á mildum hryggjum og með breiðum brautum og mikið landslag í flötum. Einnig eru vötn sem gera þennan frábæra golfvöll ennþá skemmtilegri og gróður með pálmatrjám og furutrjám hvert sem litið er. Það má segja með vissu að það er aldrei leiðinleg stund að spila þennan fallega golfvöll.
Í 7 daga ferðinni er farið á Font De Llopp og spilað þar einn hring.
Í 10 daga ferðinni er farið á Font De Llopp og Alenda og spilað þar einn hring sitthvorn daginn.
Keflavík – Alicante – Keflavík
kl. 15:50 (OG604) – kl. 17:35 (OG601)
Hotel Bonalba 4* – Alicante
Fjögurra stjörnu hótel staðsett frábæru hverfi umkringt suðrænum garði, sundlaug, heilsu- og snyrtistofu, nudd og afslappandi meðferðir í einni af paradísar sveitum Costa Blanca.
Hið nútímalega Hotel Bonalba er á rólegu svæði í Mutxamel, 7,9 km frá ströndum Campello og í 10 mínútna akstursfjarlægð frá miðbæ Alicante og höfn þess. Hótelið býður upp á heilsu- og snyrtistofu og stóra útisundlaug í suðrænum görðum.
Rúmgóð herbergin á Hotel Bonalba Alicante eru með sérverönd, flatskjásjónvarpi með gervihnattarásum og ókeypis internetaðgangi.