Lýsing
Æfingasvæðið
The Crol Training Facility er eitt af bestu svæðum Evrópu, svæðið hefur uppá að bjóða 10 brautir í upphitaðri 50 metra laug ásamt líkamsræktaraðstöðu. Ströndin er í 100 metra fjarlægð frá æfingasvæðinu. Þetta svæði er þekkt meðal fjölda liða um allan heim, nokkrir af bestu sundmönnum heims hafa æft á svæðinu sem og landslið. Ströndin er í 100 metra fjarlægð frá æfingasvæðinu.
Calella
Lítill og skemmtilegur strandbær í u.þ.b. 45 mínútna akstursfjarlægð frá Barcelona. Ströndin á Calella er bæjarins helsta einkenni en hún er tveggja kílómetra löng og vinsæl meðal ferðamanna og heimamanna. Calella hefur uppá að bjóða fjölbreytt úrval veitingastaða ásamt fallegri náttúru.
Hotel BernatII****
Flott 4 stjörnu hótel aðeins 100 metrum frá ströndinni og aðeins 4 mínútna göngufæri frá æfingasvæðinu. Á hótelinu er útisundlaug, heilsulind og flottur veitingastaður.