
Einn rótgrónasti og þekktasti golfvöllur Katalóníu héraðsins á Spáni.
Margar dagsetningar í boði og golfskóli í boði á völdum dagsetningum.
Verð frá kr. 289.800 á mann í tvíbýli
Frekari upplýsingar og verðtilboð í síma 552-2018 eða info@tasport.is
279.800 kr. – 344.800 kr.Price range: 279.800 kr. through 344.800 kr.
Svæðið er staðsett aðeins 27 km frá Barcelona borg tekur um 25 mínútur með leigubíl inn í borgina. Á svæðinu eru tveir golfvellir sem báðir eru hannaðir af einum þekktasta golfvallahönnuði Spánar Jose Maria Olazabal. Masia Bach er 18 holu völlur, par 72 er tæplega 6.000 metrar á gulum teig.
Völlurinn opnaði árið 1990 hannaður með það í huga að hafa hann krefjandi fyrir alla golfara bæði lengar og styttra komna. Sant Esteve er 9 holu völlur, par 31 og er 1.780 metrar. Falleg hönnun og mikið landslag. Sant Esteve völlurinn er samsettur af einni par 5, tveimur par 4 og sex par 3. Völlurinn hentar vel fyrir byrjendur og er líka mjög skemmtilegur spilunar fyrir lengra komna.



Flogið er á El Prat flugvöll í Barcelona.
Dolce by Wyndham Barcelona Resort er staðsett við Club de Golf Barcelona golfvöllinn í Sant Esteve Sesrovires, aðeins um 35 mínútna akstur frá Barcelona. Hótelið býður upp á rúmgóð herbergi, veitingastað, heilsulind, útisundlaug og líkamsrækt. Gestir hafa beinan aðgang að 27 holu golfvelli og geta notið rólegrar náttúru í hjarta Penedès vínræktarsvæðisins.

Á völdum dagsetningum bjóðum við uppá 6 daga golfskóla á góðu verði
6 daga kennsla á öllum þáttum leiksins þar sem farið verður vandlega yfir grunnatriði golfsveiflunnar, grip, stöðu, kylfuval, teighögg, brautarhögg, vipp og pútt.
Golfreglunum ásamt framkomu á golfvellinum og hvernig forgjöf er reiknuð verða gerð sérstök skil. PGA golfkennari mun sjá til þess að nemendur finni fyrir auknu sjálfstrausti og allmennri kunnáttu. Við munum bæta við gestakennurum eftir fjölda nemenda hverju sinni.
Kennt verður alla morgna á milli klukkan 9:30 til 12.
Skólinn hentar sérlega vel fyrir byrjendur sem og háforgjafa kylfinga. Golfskólinn er kjörin leið til að kunna bera sig að við hin ýmsu högg og auka við sjálfstraustið út á velli.
Opin námskeið verða einnig í boði eftir hádegi suma daga. Námskeiðin henta öllum kylfingum sem vilja vinna sig í átt að betra skori. Aðgangur er gegn aukagjaldi.
ATH Golfskólinn kostar kr. 28.000 á mann.
*Gistináttaskattur er ekki innifalinn.
Í boði gegn gjaldi:
Skoðunarferð á vínbúgarð.
Skoðunarferð til Montserrat
*Hægt er að taka frá einkasal fyrir hópa með kvöldverð í klúbbhúsi