Costa Blanca Cup

Flokkur:

 Innifalið

  • Flug Kef – Alicante – Kef, (20kg. innrituð taska og 10 kg. handfarangur)
  • Akstur til og frá flugvelli.
  • Akstur til og frá mótsvæði.
  • Gisting val um 3* eða 4* hóteli.
  • Fullt fæði (morgun, hádegi og kvöld vatn innifalið).
  • Vatn í leikjum.

Annað sem er í boði: Terra mitica skemmtigarður. Aqualandia vatnagarður.

Gerum verðtilboð fyrir foreldra sem hafa áhuga að fara með.

Nánar í síma 552-2018 eða info@tasport.is

Lýsing

Costa Blanca 29.júní – 6 júlí 2024

Haldið á Benidorm sem er staðsett um 1 klst frá Alicante flugvellinum. Með meira en 300 lið frá 20 mismunandi þjóðernum er Costa Blanca Cup talið eitt af bestu mótunum á Spáni. Aldursflokkar á mótinu er strákar 13-19 ára og er keppt í hverjum aldursflokki fyrir sig. Hjá stelpunum keppa þær í 14 ára og yngri, 16 ára og yngri og 19 ára og yngri. Mótið er spilað bæði á grasi og gervigrasi.

  • Leikir í 4 – 5 liða riðlum
  • A og B úrslit
  • Að minnsta kosti 4 leikir á lið
  • Leiktími 2×25 mín