Costa Daurada – vor / sumar 2024

Costa Daurada Cup er mót fyrir drengi og stúlkur haldið í Salou á Spáni!

Tvær dagsetningar 21. – 28. mars & 21.-28. júní 2024

Mótið er haldið suður af Barcelona við lítinn strandbæ sem nefnist Salou (Tarragona) sem er tæpum 100 km frá Barcelona.

Þessi ferð býður uppá frábæra samsetningu af sumarfríi, fótbolta og sól.

Fáðu verðtilboð fyrir liðið þitt – info@tasport.is eða í síma 552-2018

Lýsing

COSTA DAURADA

24. – 27. mars / 24. – 28. júní 202423

Mótið

Costa Daurada Cup er alþjóðlegt fótboltamót fyrir drengi og stúlkur fædd frá 2005 og seinna. Mótið er haldið suður af Barcelona við lítinn strandbæ sem nefnist Salou (Tarragona) sem er tæpum 100 km. frá Barcelona. 

Mótið er haldið tvisvar á ári:
21. – 28. mars & 21.-28. júní 2024

Gisting

Sumar: 3/4* hótelgisting sem er vel staðsett nálægt strönd og öðru. Innifalið er fullt fæði og möguleiki á að vera allt að 4 saman í herbergi. Mótið raðar liðum niður á hótel og notast yfirleitt við Best Hotel keðjuna.

Vor: Cambrils Park sem er glæsileg 4* íbúðargisting / bungalow. Fjölbreytt afþreying er inná svæðinu t.d körfuboltavellir, minigolf, strandblak, paddel, götufótboltavöllur og nokkrar sundlaugar. Cambrils Park er í 900 metra fjarðlægð frá Futbol Salou sem er æfinga- og mótssvæðið.

Futbol Salou

Virkilega flott fótboltasvæði sem er með 5 grasvelli og 7 gervigrasvelli, allur búnaður fyrir æfingar er á svæðinu t.d boltar, vesti, keilur ofl. Það er einnig mikill kostur að allir leikir á mótinu fara fram á þessu svæði þar sem vellirnir eru allir hlið við hlið. Glæsileg aðstaða sem hefur fengið viðurkenningu sem eitt besta æfingasvæðið í Evrópu.

Costa Daurada – vor / sumar 2024

Dæmi um ferð 

 • Flogið út á fimmtudegi (vor) / föstudegi (sumar)
 • Æfingar á fös, laug og sun (vor) og laug, sun og mán (sumar)
 • Mánudagur – miðvikudagur (vor) / Þriðjudagur-fimmtudagur (sumar) eru mótsdagar
 • Farið í dagsferð til Barcelona og verslunarmiðstöð á brottfarardegi.
Costa Daurada – vor / sumar 2024

Mótspakki

 • Flug KEF – BCN – KEF
 • Akstur til og frá flugvelli
 • 20kg. taska 10kg. handfarangur.
 • Gisting á hóteli / Cambrils Park.
 • Fullt fæði.
 • Akstur til og frá æfingasvæði / mótssvæði (sumar)
 • Hjól (vor)
 • 3x æfingar á Futbol Salou.
 • Vatn á æfingum.
 • Æfingabúnaður (boltar, keilur, vesti og flr)
 • PortAventura/Aqualand.
 • Barcelona dagsferð fyrir brottför.
 • Akstur til og frá Port Aventura / Aquapolis
 • Mótsgjald.
 • Þvottur á æfingafatnaði 3x (vor)
 • 1 x spa (vor)
 • 1 x fundarherbergi (vor)
Costa Daurada – vor / sumar 2024

Afþreying á svæðinu

 • PortAventura
 • Ferrari Land
 • Vatnagarðar
 • GoKart
 • Ströndin
 • Camp Nou
 • Verslunarmiðstöð

Við sérsníðum pakka eftir ykkar þörfum og bjóðum einnig uppá foreldrapakka

Frekari upplýsingar og tilboð info@tasport.is eða síma 552-2018