Costa Daurada Cup er mót fyrir drengi og stúlkur haldið í Salou á Spáni!
11 – 18.apríl 2025
Mótið er haldið suður af Barcelona við lítinn strandbæ sem nefnist Salou (Tarragona) sem er tæpum 100 km frá Barcelona.
Þessi ferð býður uppá frábæra samsetningu af sumarfríi, fótbolta og sól.
Fáðu verðtilboð fyrir liðið þitt – info@tasport.is eða í síma 552-2018
Costa Daurada Cup er alþjóðlegt fótboltamót fyrir drengi og stúlkur í 4 og 3.flokki. Mótið er haldið suður af Barcelona við lítinn strandbæ sem nefnist Salou (Tarragona) sem er tæpum 100 km. frá Barcelona.
Virkilega flott fótboltasvæði sem er með 5 grasvelli og 7 gervigrasvelli, allur búnaður fyrir æfingar er á svæðinu t.d boltar, vesti, keilur ofl. Það er einnig mikill kostur að allir leikir á mótinu fara fram á þessu svæði þar sem vellirnir eru allir hlið við hlið. Glæsileg aðstaða sem hefur fengið viðurkenningu sem eitt besta æfingasvæðið í Evrópu.
Dæmi um ferð
3/4* hótelgisting sem er vel staðsett nálægt strönd og öðru. Innifalið er fullt fæði og möguleiki á að vera allt að 4 saman í herbergi. Mótið raðar liðum niður á hótel og notast yfirleitt við Best Hotel keðjuna.
Cambrils Park sem er glæsileg 4* íbúðargisting / bungalow. Fjölbreytt afþreying er inná svæðinu t.d körfuboltavellir, minigolf, strandblak, paddel, götufótboltavöllur og nokkrar sundlaugar. Cambrils Park er í 900 metra fjarðlægð frá Futbol Salou sem er æfinga- og mótssvæðið.