Untitled design (33)
Costa Navarino, Grikkland
Golfferð
Grikkland
Pylos
5

Eitt glæsilegasta golfsvæði í Evrópu!

Flogið er til Aþenu og keyrt þaðan til Costa Navarino, sem eru um þriggja klukkustunda akstur. Í Costa Navarino er gist á The Westin Resort.

Á heimleiðinni er svo gist eina nótt í Aþenu, á Sofitel sem er glæsilegt 5* hótel við flugvöllinn í Aþenu.

Þessi ferð er fyrir sælkera sem vilja dekra við sig og sína!

Vor og haust 2025 komið í sölu og fer hratt!

Verð

589.800 kr.629.800 kr.

LÝSING

Costa Navarino var nýlega kosinn einn besti golf áfangastaður Evrópu, upplifun sem engan á sér líkan við Miðjarðarhafið. Costa Navarino bíður upp á heimsklassa golfvelli í suðvestur hluta Grikklands. Íslendingar sem dvalið hafið þarna lýsa þessum stað sem golf paradís á heimsmælikvarða. Dvalið er á The Marriott / Westin hótelinu sem er ein besta og flottasta hótelkeðja veraldar, t.d. á hótelinu eru 123 einkasundlaugar við hýbýlin.

Costa Navarino er staðsett á fallegum stað við ströndina í Messíana sem státar af alls konar heilsulindum og afþreyingu. Fjórir golfvellir eru á svæðinu sem við höfum aðgang að, Dunes, Hills, Olympia, og Bay. Öll herbergin eru glæsileg og með einkasundlaug, en hótelið sjálft er reist í gömlum messínískum stíl og reist úr náttúrustein sem hlaðið er í stíl Grikkja til forna í fullkomnu samræmi við ströndina og óspillta landslagið í hlíðum Navarino.

Öll herbergi Costa Navarino eru innréttuð með nútímalegum húsgögnum og eru með útsýni yfir ólívulundir og landslagshannaða garða. Gestir Westin keðjunnar geta notið afslappandi hádegisverðar undir berum himni, veitinga við sundlaugarbakkann og kvöldkokteila. Veitingastaðurinn Morias býður upp á úrvals rétta sem bræða bragðlaukana. Á 1827 Lounge and Bar er boðið mikið úrval af mat og drykk sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Gestir geta dekrað við sig á Anazoe Spa & Thalassotherapy sem er með innisundlaug, eða spilað golf á einum af fjórum golfvöllum sem boðið er uppá.

Fjöldi staða við Costa Navarino eru á heimsminjaskrá UNESCO, þar á meðal fræga Olympia, Mystras og hof Apollo Epicurius, sem og Forn Messini og höll Nestor. Allir þessir staðir eru í seilingarfjarlægð frá Costa Navarino.

bóka ferð


Myndagallerý

Hafa samband