Untitled design (14)
Dana Cup
Æfinga og keppnisferð
Danmörk
Kaupmannahöfn

Dana Cup 22. – 27. júlí 2024

Gerum verðtilboð fyrir foreldra sem hafa áhuga að fara með.

Nánar í síma 552-2018 eða info@tasport.is

Mótið er haldið í Hjørring í Danmörku, 25 þús manna bæ á norður Jótlandi. Frábært mót fyrir yngri flokka, gott skipulag og fjölbreytt afþreying er í boði á mótsvæðinu og nágrenni fyrir keppendur og foreldra. Dana Cup er 3 stærsta ungmennamót í heiminum. Mótið hefur verið haldið frá árinu 1982 en þá tóku þátt 222 lið en nú eru yfir 1000 lið sem leggja leið sína til Hjørring á hverju ári. Tveir gistimöguleikar í boði skólagisting og svo hótel/gistiheimili.

Matur morgunmatur er í boði á öllum gististöðum. Lið borða hádegis og kvöld mat í Fiberhallen eða Hallen park vendia báðar hallirnar eru staðsettar á miðsvæði Danacup þannig aldrei ætti að vera langt að fara í matinn.

Þvottur hægt er að láta þvo búninga eða æfingargalla gegn gjaldi á svæðinu og er opið allan sólarhringinn bæði til að skila og sækja þvott.

Sundlaugin er staðsett á miðjusvæðinu og er opin fyrir keppendur til að baða sig alla vikuna milli 12 -17. Og um helgar milli 10 -14.

Farup sommerland top 3 skemmtigarður í Evrópu 2015-2018 staðsettur um 40km frá Hjørring. Hægt að biðja um að hafa þetta innifalið.

bóka ferð

Myndagallerý

Hafa samband