Fútbol Gran Canaria

Flokkur:

Innifalið

  • Flug KEF – Kanarý – KEF
  • Akstur til og frá flugvelli.
  • 20kg. taska 10kg. handfarangur.
  • 4* eða 5* gisting
  • Fullt fæði ásamt vatni og djús.
  • Sér rými við matartíma
  • 2 æfingar á dag.
  • Þvottaþjónusta.
  • Vatn á æfingum.
  • Fundarherbergi.
  • Sjúkraþjálfaraaðstaða.
  • Líkamsrækt.

Hafðu samband og fáðu tilboð fyrir hópinn þinn í síma 552-2018 eða info@tasport.is.

Lýsing

Lýsing

Fútbol Gran Canari

Fútbol Gran Canari er frábært æfingasvæði á Kanarý eyjum þar sem sólin skín allt árið um kring. Þessar vinsælu æfingabúðir eru einungis í um 35 mínútna aksturfjarlægð frá aðal flugvellinum á Kanarý. Fútbol Gran Canari býður uppá nokkur æfingasvæði en þar á meðal eru tvö vinsælustu svæðin, annars vegar Campo Salobre Golf sem er alvöru grasvöll í fullri stærð og er einungis fyrir þá sem kjósa að gista á Salobre Hotel Resort & Serenity. Hins vegar er það Campo De Fútbol Maspalomas sem einnig er alvöru grasvöllur fyrir 4* gististaðina. Val er um 4 eða 5* gistingu í grennd við æfingasvæðin.

Campo Salobre Golf

Salobre er völlur í fullri stærð staðsettur á suðurhluta eyjarinnar. Náttúrulegt gras þess samanstendur af Paspalum grunni sem er styrkt á veturna með rýgresi. Völlurinn er staðsettur við golfvöllinn innan vaktaðs svæðis og í um 10 mínútna göngufjarlægð frá Salobre Serenity Hotel.

Campo De Fútbol Maspalomas

Einn af bestu völlum eyjunnar og hluti af Maspalomas golfvellinum. Einn náttúrugrasvöllur í fullri stærð: 105 x 56 metrar.

Fútbol Gran Canaria
Fútbol Gran Canaria

Gisting

Fútbol Gran Canaria

Salobre Hotel Resort & Serenity*****

Salobre Hotel Resort & Serenity er glæsilegt 5 stjörnu hótel á suðurhluta Gran Canaria nálægt Maspalomas en aðskilinn frá annasömu ferðamannasvæði.
Við hótelið eru tveir 18 holu golfvellir í einstöku náttúrulegu umhverfi ásamt náttúrugrasfótboltavelli.
Önnur aðstaða er til fyrirmyndar en þar má nefna fína veitingastaði, spa, líkamsrækt, útsýnislaug, fundarherbergi og margt fleira.

Fútbol Gran Canaria

Suite Hotel Jardín Dorado****

4 stjörnu hótel staðsett á Maspalomas-golfvellinum. Á hótelinu má finna veitingastað, líkamsræktarstöð, gufubað og heitum potti. Einnig er hægt að fara í nudd gegn gjaldi.
Suite Hotel Jardin Dorado er í 20 mínútna göngufjarlægð frá miðbæ Maspalomas. Ströndin er í 2,5 km fjarlægð og hótelið býður upp á ókeypis skutluþjónustu til Maspalomas-ströndarinnar og Playa del Inglés. Dorado býður upp á stílhrein, loftkæld herbergi með lítilli verönd sem leiðir út í einkagarð.

Fútbol Gran Canaria

Hotel Koala Gardensuites Maspalomas****

Hotel Koala Gardensuites er 4 stjörnu hótel staðsett í Maspalomas í um 2 km fjarlægð frá Aqualand og ströndinni. Á hótelinu er sundlaug, veitingastaður, líkamsrækt, íþróttavöllur ásamt skemmtilegu barnasvæði og krakkaklúbb. Í göngufæri eru markaðir, verslunarmiðstöð og ýmis afþreying. Gran Canaria-flugvöllurinn er í 28 km fjarlægð frá hótelinu.