IMATGE_FS_3
Futbol Salou
Æfinga og keppnisferð
Spánn
Salou
4

Futbol Salou er glæsileg aðstaða sem hefur fengið viðurkenningu sem eitt besta æfingasvæðið í Evrópu.

Meðal þeirra liða sem hafa verið við æfingar á Futbol Salou eru sænsku liðin Malmö FF, Helsingborg og Hammarby og rússneska úrvaldsdeildarliðið FC Krasnodar.

Staðsetningin er suður af Barcelona við lítinn strandbæ sem nefnist Salou (Tarragona) sem er í um 70 mínútna akstursfjarlægð frá Barcelona.

LÝSING

Glæsileg aðstaða sem hefur fengið viðurkenningu sem eitt besta æfingasvæðið í Evrópu. Meðal þeirra liða sem hafa verið við æfingar á Futbol Salou eru sænsku liðin Malmö FF, Helsingborg og Hammarby, rússneska úrvaldsdeildarliðið FC Krasnodar.

Svæðið hefur á að skipa 7 gervigrasvelli og 5 grasvelli. Önnur aðstaða er til fyrirmyndar og má nefna fundarherbergi , kaffistofa og búningsklefar við völlinn, allur búnaður fyrir æfingar svo sem boltar, keilur og vesti.

Staðsetningin er suður af Barcelona við lítinn strandbæ sem nefnist Salou (Tarragona) sem er tæpum 100 km. frá Barcelona.

Miniestadi

Völlurinn er með náttúrugrasi og stúku fyrir 1.000 manns. Með þessum leikvangi uppfyllir Futbol Salou mismunandi þarfir og beiðnir atvinnu og hálf-atvinnumanna liða sem heimsækja aðstöðuna. Miniestadi hefur alla nauðsynlega þjónustu fyrir íþróttamenn  svo sem búningsherbergi og fjölnotanými sem veitir liðum meira næði. Það er tilbúið að taka á móti leikjum atvinnumanna og landsliða. Það hefur einnig sérstaka aðstöðu til að senda frá leikjunum.

bóka ferð

Myndagallerý

Hafa samband