Síðumúla 25 108 Reykjavík Sími 552-2018 info@tasport.is (21)
Golf á Gran Canaria / Tabaiba í desember
Golfferð
Kanarý
4

Golf og lúxus á Kanarý í desember!

4. – 11. desember 2024 UPPSELT

Verð á mann í tvíbýli: 369.800 kr.
Verð á mann í einbýli: 398.800 kr.

 

Verð

369.800 kr.398.800 kr.

LÝSING

Gist er á Tabaiba hótelinu í Maspalomas, aðeins í göngufæri frá besta og frægasta golfvelli á eyjarinnar. Stutt er í alla þjónustu á svæðinu. Innifalið er hátíðarkvöldverður á gamlárskvöld með flugeldasýningu og öllu tilheyrandi.

Hægt er að velja um um 3 golfvelli, Maspalomas golf, Meleneras golf og Anfi Tauro golf / Salobre. Maspalomas golf er við hótelið.

Gran Canarias-flugvöllurinn er staðsettur 33 km frá hótelinu.

Maspalomas golfvöllurinn

Maspalomas golfvöllurinn, sem staðsettur er á þessu paradísar svæði, helsta kennileiti vallarins eru sand öldur og arabísku áhrifin sem um liggur svæðið, þetta allt saman hafði áhrif á hönnun golfvallarins.

Maspalomas golfvöllurinn var hannaður af Mackenzie Ross og var opnaður 1974. Maspalomas völlurinn hefur oftar en ekki verið kallaður brúin á milli Evrópu og Arabíu þegar kemur að hönnun golfvalla.

Campo del Golf de Maspalomas - All You Need to Know BEFORE You Go (2024)

Anfi Tauro Golf  / Salobre golfvöllurinn

Salobre Golf Resort er skemmtilegur völlur fyrir alla kylfinga. Völlurinn er svipaður í útliti og eyðimerkurvellir Arizona í Bandaríkjunum hvað varðar hönnun og náttúrulegt landslag sem umlykur hann, meðal annars er mikið af ‘cardones’ plöntu sem líkist kaktusnum sem er eitt aðalmerki á Kanaríeyjum.

Salobre Golf Resort er á suðurhluta eyjarinnar. Salobre er staðsett í hæðum eyjarinnar með stórbrotið útsýni yfir hafið og fjöllin, sem undirstrikar andstæðuna milli græna vallarins og þurru umhverfi eldfjalla eyjunnar sem gefur vellinum einstakan blæ. Staðsetningin fullnægjir jafnvel kröfuhörðustu aðilum á svæðinu sem er vernduð er fyrir vindum og með aðeins þrjátíu klukkustunda úrkomu á ári. Einstakt skipulag brauta og flata er áskorun fyrir alla kylfinga jafn lengra sem styttra koma.

Salobre Golf Resort (Old) - Top 100 Golf Courses of Spain | Top 100 Golf Courses

Meloneras golfvöllurinn

Lopesan Meloneras Golf er einstakur golfvöllur við sjóinn á þekktu ferðamannasvæði sem er í einkaeigu, Costa Meloneras sem er á suðurhluta Gran Canaria. Völlurinn, 18 holur par 71 og er hannaður af Bandaríkjamanninum Ron Kirby árið 2006

Meloneras golfvöllurinn fékk strax það tækifæri að hýsa Opna Spænska meistaramótið 2007. Golfvöllurinn liggur við sjó og er talinn einn fallegasti golfvöllur eyjarinnar.

Landslagið á vellinum er ekki ósvipað og að spila í Karabíska hafinu með sjó og klettavíkur hvert sem litið er.

Lopesan Meloneras Golf by Lopeesan - All You Need to Know BEFORE You Go (2024)

Gallery image of this property

Gallery image of this property

 

bóka ferð


Myndagallerý

Hafa samband