Untitled design (29)
Golfskóli Andreu 2026 á Club de Golf Barcelona
Golfferð
Spánn
Barcelona
4

Club de golf Barcelona með Andreu Ásgríms – takmarkað sætaframboð!

Áhuginn á Golfskóla Andreu hefur ætíð verið mikill og eru nú þegar báðir skólarnir í maí 2025

fullbókaðir og skráning er hafin fyrir september 2026. ( 16-23.sept – 23-30.september )

16. – 23. September 

23. – 30. September 

6. – 13. maí UPPSELT !!

15. – 22. maí UPPSELT !!

Verð

Price range: 289.800 kr. through 359.800 kr.

Andrea Ásgrímsdóttir PGA kennari hefur stýrt þessum skóla með myndarbrag undanfarin ár en hún hefur einnig haft aðra PGA kennara sér til aðstoðar. Afslappað andrúmsloft er á staðnum og lagt er upp með að allir fái kennslu við hæfi.

LÝSING

Golfskólinn fer fram á morgnana og svo er spilað eftir hádegið, þeir sem það vilja – en til að byrja með fylgja kennarar nemendum fyrstu skrefin á vellinum. Það verður einnig Texas mót, farið yfir reglur/siði og margt fleira sem gott er að vita um golfíþróttina.

 

Grunnstef skólans er þó alltaf það sama: Læra og njóta, spila golf í góðra vina hópi og tileinka sér þessa skemmtilegu

íþrótt á jákvæðan og einstaklingsmiðaðan hátt.

Það verður einn frídagur sem margir kjósa að nýta í borgarferð til Barcelona eða fara í aðrar áhugaverðar skoðunarferðir.

Einnig er að sjálfsögðu hægt að nýta frídaginn í golf.

Ótakmarkaður aðgangur er að Sant Esteve vellinum (9 holu völlur), sjá nánari upplýsingar um völlinn hér neðar.

Þeir sem hafa forgjöf til geta einnig spilað aðalvöllinn, Masia Bach eftir kl. 15 á daginn.

Club de Golf Barcelona – Dolce by Wyndham

Staðsetning: Santa Esteve Sesrovires, aðeins 27 km frá miðbæ Barcelona.
Aðgengi: Um 25–30 mínútur í borgina – fullkomið fyrir þá sem vilja sameina golf og borgarlíf.

 

Golfvellirnir

Masia Bach Course – 18 holur, par 72
• Hannaður af José María Olazábal
• Skemmtilegur og krefjandi völlur fyrir flesta
• Um 5.600 metrar af gulum teig

Sant Esteve Course – 9 holur, par 31
• Fallegur völlur sem hentar bæði byrjendum og lengra komnum
• Ein par 5 hola, tvær par 4 og sex par 3 holur
• Mjög vinsæll bæði til kennslu og spilunar.

Sérstaða svæðisins

• Í sæti nr. 22 yfir bestu golfsvæði Spánar
• Í sæti nr. 85 yfir bestu golfsvæði Evrópu
• TA Sport hefur haldið golfskóla á þessu svæði frá upphafi og nýtur þar sterkra tengsla
• Einstök staðsetning – kyrrð og golfstemning í nálægð við eina áhugaverðustu borg Evrópu

Af hverju að velja þennan golfskóla?

• Persónulegur og faglegur golfskóli í fallegu umhverfi
• Frábærir æfingavellir og fjölbreytt spilun
• Hentar bæði pörum, vinahópum og einstaklingum
• Stutt í menningu, mat, verslanir og líflegan borgarbrag Barcelona
• Sterk hefð og fagmennska – uppselt ár eftir ár

• Atvinnu golfkennarar sem bjóða upp á það besta.

 

bóka ferð


Myndagallerý