Untitled design (29)
Golfskóli Andreu haust 2025 á Club de Golf Barcelona
Golfferð
Spánn
Barcelona
4

Club de golf Barcelona með Andreu Ásgríms – takmarkað sætaframboð!

17. – 24. september 2025 Uppselt

24. september – 1. október 

Einn rótgrónasti og þekktasti golfvöllur Katalóníu héraðsins á Spáni.
Frábært tilboð í 7 daga ferð með golfskóla.

Færri komust að en vildu í síðustu ferð með Andreu svo ekki láta þetta tækifæri sleppa!

Verð frá 239.800 kr á mann án golfskóla

Verð

259.800 kr.329.800 kr.

LÝSING

Þann 17. – 24. september verðum við með golfskóla á Club De Golf Barcelona. Skólinn verður í 6 daga og kennt golf fyrir hádegi og spilað eftir hádegi.

Vorum að bæta við nýrri dagsetningu 24.september – 1.október.

Andrea Ásgrímsdóttir PGA kennari hefur á undaförnum árum stýrt þessum skóla með myndarbrag, einnig verður henni til halds og traust Guðmundur Daníelsson PGA kennari.

Eins og áður verður afslappað andrúmsloft á staðnum og allir fá þá kennslu við hæfi, hvort sem að þú sért byrjandi eða lengra kominn.

CLUB DE GOLF BARCELONA

Svæðið er staðsett aðeins  27 km frá Barcelona borg og tekur um 25 mínútur með leigubíl inn í borgina. Á svæðinu eru tveir golfvellir sem báðir eru hannaðir af einum þekktasta golfvallahönnuði Spánar Jose Maria Olazabal.
Masia Bach
18 holu völlur, par 72 er tæplega 6.000 metrar á gulum teig.
Völlurinn opnaði árið 1990 hannaður með það í huga að hafa hann krefjandi fyrir alla golfara bæði lengar og styttra komna.

Sant Esteve
9 holu völlur, par 31 og er 1.780 metrar. Falleg hönnun og mikið landslag. Sant Esteve völlurinn er samsettur af einni par 5, tveimur par 4 og sex par 3. Völlurinn hentar vel fyrir byrjendur og er líka mjög skemmtilegur spilunar fyrir lengra komna.
  • Nr. 22 á top 100 listanum yfir bestu golfsvæði á Spáni.
  • Nr. 85 á top 100 listanum yfir bestu golfvæði í Evrópu.

bóka ferð

Myndagallerý

Hafa samband