2. – 9. maí 2025
Einn rótgrónasti og þekktasti golfvöllur Katalóníu héraðsins á Spáni.
Frábært tilboð í 7 daga ferð með golfskóla.
Færri komust að en vildu í síðustu ferð með Andreu svo ekki láta þetta tækifæri sleppa!
Verð frá 239.800 kr á mann
239.800 kr. – 299.800 kr.
Þann 2. – 9. maí verðum við með golfskóla á Club De Golf Barcelona. Skólinn verður í 6 daga og kennt golf fyrir hádegi og spilað eftir hádegi.
Andrea Ásgrímsdóttir PGA kennari hefur á undaförnum árum stýrt þessum skóla með myndarbrag, einnig verður henni til halds og traust Guðmundur Daníelsson PGA kennari.
Eins og áður verður afslappað andrúmsloft á staðnum og allir fá þá kennslu við hæfi, hvort sem að þú sért byrjandi eða lengra kominn.
Hótelið er 4* ný uppgert frá árinu 2019, staðsett við 1. teig. Það sem einkennir Barcelona golf er rólegt og afslappað umhverfi og fallegt útsýni í fjallshlíðar Montserrat. Húsakosturinn er gerður til að samræmast við hið fallega Penedés svæði sem er staðsett milli Miðjarðahafsins og fjallanna í Montserrat. Svæðið er þekkt fyrir vínframleiðslu og ótrúlega góða matargerð.
Veitingastaðurinn hótelsins býður upp á fjölbreyttan matseðil með árstíðabundnum hráefnum.
OAK Nýr veitingarstaðurinn í klúbbhúsinu opnaði nóvember 2020. býður upp á hefðbundin katalónískan matseðil ásamt fjölbreyttum vikumatseðil. Einnig er í boði fljótlegir réttir eins og tapas, samlokur og hamborgar fyrir á sem vilja.
Spa hótelsins býður meðal annars uppá sundlaug með vatnsnuddi, fótaböð, sauna og tyrknesk böð. Líkamsræktin er opin gestum hótelsins. Einnig er í boði ýmsar meðferðir, þ.mt nudd, Vichy-sturtur, súkkulaðimeðferð, vínmeðferð og cava-meðferð. Aðgangur í spa er gegn aukagjaldi.
Golfskólinn er í 4 daga frá kl 09:30 – 12:00. Hægt að fara 9 holu völlinn e.h. eða stóra völlinn 18 holu fyrir þá sem eru komnir með forgjöf. Kennsla á öllum þáttum leiksins þar sem farið verður vandlega yfir grunnatriði golfsveiflunnar, grip, stöðu, kylfuval, teighögg, brautarhögg, vipp og pútt.
Golfreglunum ásamt framkomu á golfvellinum og hvernig forgjöf er reiknuð verða gerð sérstök skil.
PGA golfkennari mun sjá til þess að nemendur finni fyrir auknu sjálfstrausti og allmennri kunnáttu. Við munum bæta við gestakennurum eftir fjölda nemenda hverju sinni.
Skólinn hentar sérlega vel fyrir byrjendur sem og háforgjafa kylfinga.
Golfskólinn er kjörin leið til að kunna bera sig að við hin ýmsu högg og auka við sjálfstraustið út á velli.
Veitingastaðir nálægt Club De Golf Barcelona:
Pizza og Tapas veitingastaðir:
https://barelcasino.com/ (Sant Esteve Sesrovires)
https://www.tapsitapes.com/ (Martorell)
Staðir sem gaman er að heimsækja:
Montserrat fjöllin
https://abadiamontserrat.cat/en/
Montserrat fjöllin er án efa einn af þekktustu stöðum Katalóníu. Þessi fjallagarður er eitt aðalsmerki Katalóníu, en þar er fleira að sjá. Klaustrið Santa Maria sem er byggð inn í Montserrat fjöllin og telst gæfumerki að votta verndardýrlingi Katalóníu La Moreneta virðingu sína við komuna þangað.
Þetta kostar ekkert að heimsækja þennan stað, aðeins er tekið gjald á bílastæði
Nokkrar gönguleiðir að fjöllunum
Wine Farm – Cava / Freixenet – or Penedés DO
https://www.penedesturisme.cat/en/penedes-wine-region
Margar vínekrur eru við Club De Gold Barcelona t.d. Penadés og Cava framleiðandinn Freixenet sem telst einn af þeim frægari á Spáni.
Gistináttaskattur er ekki innifalinn.
Í boði gegn gjaldi:
Skoðunarferð á vínbúgarð.
Skoðunarferð til Montserrat