Untitled design (24)
Heilsu & sjálfsræktarferð 2024
Sérferðir
Spánn
Malaga
5

Kvenheilsa, sjálfsrækt og gleði með Melkorku Á. Kvaran og Höllu B. Lárusdóttur!

28. maí – 4. júní 2024 

Um er að ræða vikuferð á 5 stjörnu lúxushóteli á suður-Spáni, nánar tiltekið í Andalúsíu héraðinu í litlum bæ sem er staðsett mitt á milli Malaga og Marbella en aksturfjarlægð á báða staði frá hótelinu er um 30 mínútur. Báðir staðir hafa uppá margt að bjóða, meðal annars fallegt umhverfi, tískuvöruverslanir, strendur, góðan mat og mikið menningarlíf. 

Verð í tvíbýli er 268.800 kr á mann.
Verð í einbýli er 368.800 kr á mann.

Verð

268.800 kr.368.800 kr.

LÝSING

Í maí 2024 bjóðum við upp á heilsu og sjálfsræktarferð fyrir konur sem vilja rækta sjálfa sig á líkama og sál. 

Um er að ræða vikuferð á 5 stjörnu lúxushóteli á suður-Spáni, nánar tiltekið í Andalúsíu héraðinu í litlum bæ sem er staðsett mitt á milli Malaga og Marbella en aksturfjarlægð á báða staði frá hótelinu er um 30 mínútur. Báðir staðir hafa uppá margt að bjóða, meðal annars fallegt umhverfi, tískuvöruverslanir, góðan mat og mikið menningarlíf. 

Innifalið í verði er flug, innritaður farangur báðar leiðir og rúta til og frá flugvelli á hótel. Einnig er 5 stjörnu hótelgisting með fjölbreyttu og glæsilegu morgunverðarhlaðborði, útiæfingar, jóga, hugleiðsla, fjallganga, kvöldverður fyrsta kvöldið og galakvöld með þriggja rétta máltíð og drykk innifalið í verði.

Að auki verður boðið upp á vínsmökkun og hjólaferð sem greitt er sérstaklega fyrir.

Frænkurnar Melkorka Árný Kvaran og Halla Björg Lárusdóttir stofnuðu og ráku Kerrupúl sf. sem bauð upp á heilsumiðaða líkamsrækt fyrir konur í fæðingarorlofi. Melkorka starfar í dag sem hjúkrunarfræðingur en er auk þess menntaður matvælafræðingur og íþróttakennari. Hún hefur margra ára reynslu af ýmis konar þjálfun, fræðslu og kennslu. Þetta er hennar þriðja ferð sem fararstjóri með hóp af konum í heilsuferð.

Halla er hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og jógakennari. Hún hefur síðan 2009 starfað á Landspítalanum við fæðingaþjónustu og mannauðsmál. Þar hefur hún meðal annars sinnt námskeiðahaldi og fræðslu til starfsfólks. Hún hefur einnig kennt fæðingafræðslunámskeið um nokkurra ára skeið. Í dag starfar hún sem ljósmóðir á Fæðingarheimili Reykjavíkur og kennir jóga, bæði óléttum og ekki óléttum.

bóka ferð


Myndagallerý

Hafa samband