Untitled design (30)
Infinitum Golf
Golfferð
Spánn
Salou
4

Einn besti golfvöllur Spánar!

45 holur og 3 vellir hannaðir af golfgoðsögninni Greg Norman.
Svæðið er við bæinn Salou sem er í um klst. fjarlægð frá Barcelona.

Margar dagsetningar í boði!

Verð frá 309.800kr

Verð

239.800 kr.357.800 kr.

LÝSING

Infinitum svæðið hefur á að skipa þremur glæsilegum golfvöllum. Vellirnir hafa allir sitt kennileiti t.d er mikill hæða mismunur á Hills á meðan Lakes er mun flatari, báðir þessir vellir eru 18 holur og hafa verið notaðir í úrtökumót fyrir Evrópumótaröðina oftar en einu sinni. Ruins sem er 9 holur er svo bland af báðum en sumar brautir töluvert styttri en tæknilega skemmtilegur völlur. Svæðið hefur tvö glæsileg klúbbhús sem standa við Hills og Lakes vellina, Ruins völlurinn er svo mitt á milli Lakes og Hills.

Hills völlurinn er par 72 og er 5982 metrar á gulum teig og 4931 metrar á rauðum teig og er gríðarlega fallegur golfvöllur. Völlurinn er hannaður sem skógarvöllur og telst fallegasti golfvöllurinn á svæðinu, en hann státar af nokkrum golfholum undir klettaveggjum sem eru einstakar og algjört listaverk.

Lakes völlurinn er par 71 og er 5934 metrar og hannaður af einum merkasta golfvallarhönnuði samtímans Greg Norman. Völlurinn er umvafinn einstakri náttúruparadís og er stórkostleg upplifun að spila á. Lakes völlurinn hefur hýst fleiri lokamót á áskorendamótaröðinni en flestir golfvellir Spánar á undanförnum árum.

Ruins völlurinn er 9 holur par 34 og er 2416 metrar. Hann er mitt á milli Lakes og Hills vallanna og stendur hæðst af þeim golfvöllum á svæðinu. Ruins golfvöllurinn er virkilega krefjandi og skemmtilegur 9 holu golfvöllur, en eins og Lakes völlurinn er Ruins hannaður af Greg Norman. Helsta kennileiti Ruins vallarins er að nokkrar holur eru umluktar vötnum og trjám sem geta verið skeinuhættar í leik, en hugmyndin var að sögn Greg Norman að vera með skemmtilegan 9 holu golfvöll með sitt eigið „Amen Corner„ sem sést sjaldan á 9 holu völlum og allra síst í Evrópu.

Salou

Fallegur strandbær á Costa Dorada ströndinni í klukkustundar akstursfjarlægð suður af Barcelona. Salou hefur fallegar strendur ásamt því að hafa fjölbreytta afþreyingu í boði, það ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Bærinn er einnig þekktur fyrir gott skemmtanalíf sitt þar sem í boði er fjöldinn allur af frábærum veitingastöðum og börum.

 

Cambrils

Nágrannabær Salou sem er  þekktur fyrir úrvals sjávarrétti. Bærinn er þekktur meðal Spánverja og fara margir þangað í sumarhúsið sitt í frí. Við mælum með Cambrils fallegur og snyrtilegur bær með gott úrval veitingastaða. Bærinn er í u.þ.b. 15 mín akstursfjarlægð frá Salou. 

Tarragona

Borgin hefur mikla sögu og gæti því verið skemmtilegt að heimsækja hana. Við mælum með að versla í Tarragona en þar er að finna tvö mjög flott moll, El Corte Inglés og Comercial Parc Central. Það tekur u.þ.b. 10-15 mínútur að keyra yfir í bæinn,  bæði er auðvelt að taka strætó og leigubíl.

bóka ferð


Myndagallerý

Hafa samband