Infinitum Golf

267.800 kr. 368.800 kr.

Vörunúmer: Á ekki við Flokkur:

Lýsing

Lýsing

Lýsing

Infinitum svæðið hefur á að skipa þremur glæsilegum golfvöllum

Vellirnir hafa allir sitt kennileiti t.d er mikill hæða mismunur á Hills á meðan Lakes er mun flatari, báðir þessir vellir eru 18 holur og hafa verið notaðir í úrtökumót fyrir Evrópumótaröðina oftar en einu sinni. Ruins sem er 9 holur er svo bland af báðum en sumar brautir töluvert styttri en tæknilega skemmtilegur völlur. Svæðið hefur tvo glæsilega golfskála sem standa við Hills og Lakes vellina, Ruins völlurinn er svo mitt á milli Lakes og Hills.


Salou

Fallegur strandbær á Costa Dorada ströndinni í klukkustundar akstursfjarlægð suður af Barcelona. Salou hefur fallegar strendur ásamt því að hafa fjölbreytta afþreyingu í boði, það ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Bærinn er einnig þekktur fyrir gott skemmtanalíf sitt þar sem í boði er fjöldinn allur af frábærum veitingastöðum og börum.  

Cambrils

Nágrannabær Salou sem er  þekktur fyrir úrvals sjávarrétti. Bærinn er þekktur meðal Spánverja og fara margir þangað í sumarhúsið sitt í frí. Við mælum með Cambrils fallegur og snyrtilegur bær með gott úrval veitingastaða. Bærinn er í u.þ.b. 15 mín akstursfjarlægð frá Salou. 

Tarragona

Borgin hefur mikla sögu og gæti því verið skemmtilegt að heimsækja hana. Við mælum með að versla í Tarragona en þar er að finna tvö mjög flott moll, El Corte Inglés og Comercial Parc Central. Það tekur u.þ.b. 10-15 mínútur að keyra yfir í bæinn,  bæði er auðvelt að taka strætó og leigubíl.

Frekari upplýsingar og verðtilboð í síma 552-2018 eða info@tasport.is

Golfvellir

Golfvellir

Infinitum Golf

Infinitum Golf

Hills völlurinn er par 72 og er 6334 metrar. Hann hefur að bjóða fagurt útsýni. Völlurinn er skógarvöllur og hannaður af Green Projects fyrirtækinu.

Infinitum Golf

Lakes völlurinn er par 71 og er 6300 metrar og hannaður af golfgoðinu Greg Norman. Völlurinn er umvafinn einstakri náttúruparadís og er stórkostleg upplifun að spila hann í góðra vina hóp.

Infinitum Golf

Ruins völlurinn er 9 holur par 34 og er 2353 metrar. Hann er mitt á milli Lakes og Hills golfskálana og stendur hæðst af þeim.Völlurinn býður upp á enn eina útgáfuna af umhverfi og útsýni,er hann eins og Lakes völlurinn hannaður af Greg Norman.

Gisting

Gisting

Hotel Blaumar ****

Blaumar er staðsett í rólegum hluta Salou, með útsýni yfir Levante-strönd og göngusvæðið við ströndina. Það er með 2 sundlaugar, spa og líkamsræktarstöð.

Herbergin í Blaumar eru öll mjög rúmgóð og vel búinn með stórri sérverönd eða svölum.

Arena Tapas Restaurant býður upp á  smárétti úr fersku, árstíðabundnu hráefni.Það er opið frá morgni til kvölds, svo þú getur ekki aðeins notið hádegis- eða kvöldverðar þar, heldur einnig nýtt þér bar og kokteilþjónustu hvenær sem þú vilt.Hlaðborðsveitingastaður hótelsins býður þér fjölbreytt úrval af Miðjarðarhafs matargerð með fjölbreyttu og mismunandi vali á hverjum degi.

Infinitum Golf
Infinitum Golf
Infinitum Golf
Innifalið

Innifalið

  • Flug, skattar og gjöld Keflavík – Barcelona – Keflavík
  • 20kg innrituð taska, 20kg golfsett og taska/bakpoki sem kemst undir sætið
  • Akstur frá flugvelli á hótel og til baka við brottför
  • Gisting og morgunmatur á 4* hóteli
  • Ótakmarkað golf (ekki á ferðadögum)
  • Golfbíll (fyrstu 18 holurnar á dag)
  • Æfingaboltar

Gistináttaskattur ekki innifalinn

Frekari upplýsingar og verðtilboð í síma 552-2018 eða info@tasport.is

Afþreying

Afþreying

AFÞREYING

Möguleiki á að bóka í skoðunarferðir á vínbúgarð, miðar á heimaleiki Barcelona og annað gegn gjaldi.