Mars – maí 2025
Verð frá 299.800 kr. á mann í tvíbýli
TA Sport hefur náð samningum við La Finca fyrir árið 2025, við viljum bjóða íslenskum kylfingum áframhaldandi gistingu og golf á þessu magnaða 5*hóteli.
La Finca er líklega eitt best kynnta golfhótel okkar íslendinga á austurhluta Spánar, eingöngu 40 mín frá flugvellinum á Alicante.
Herbergin eru fallega innréttuð, björt með loftkælingu og sturtu, stór veitingasalur með kokteilbar. Lúxus Spa með gufubaði, tyrknesku baði og nuddpottum. Hægt er að fá heilsumeðferðir gegn aukagjaldi. Við hlið hótelsins er næturklúbbur. Hótelið býður upp á hjólaleigu og tennis gegn aukagjaldi.
Það er allt til alls á þessu fimm stjörnu hóteli, sundlaug, tennis, padel, fatahreinsun og frí bílastæði svo eitthvað sé nefnt. La Finca er einnig eitt vinsælasta lúxus hótel Spánar til brúðkaupa, en þar hafa margar stjörnur og áhrifavaldar gift sig í gegnum tíðina. Einnig keppast stóru knattspyrnuliðin í Evrópu að undirbúa lið sín ár hvert á La Finca, en þar má finna frábæra aðstöðu til þjálfunar afreksliða.
Golfvöllurinn á La Finca er í hæðsta gæðaflokki, samkvæmt leading course er La Finca í öðru sæti yfir þúsundir golf valla við austurströnd Spánar. Líklega hafa um þúsundir íslenskir golfarar spilað þennan magnaða golfvöll í gegnum tíðina. Það er allt upp á tíu þegar þegar kemur að La Finca golf and Spa Resort.
Við hjá TA Sport ætlum að bjóða upp á tvenns konar pakka fyrir vor 2025, gisting með 18 holu golfi og golfbíl eða 36 holu golfi með golfbíl, þitt er valið!
Keflavík – Alicante – Keflavík
kl. 15:50 (OG604) – kl. 17:35 (OG601)
La Finca Golf Resort er á Costa Blanca, í 40 mínútna akstursfæri frá flugvelli Alicante. Hótelið er við La Finca-golfvöllinn og býður upp á herbergi með svölum. Öll herbergin á Hotel La Finca Golf & Spa Resort eru með útsýni yfir golfvöllinn eða sundlaugina. Herbergin eru með flatskjá, loftkælingu og sérbaðherbergin eru með hárþurrku.
Á hótelinu er boðið upp á heilsulind með heitum potti, gufubaði, útisundlaug og fjölbreyttu úrvali meðferða. Einnig er boðið upp á golfskóla, tennisvelli, „paddle“-velli og líkamsræktarstöð. Veitingastaðurinn La Finca Golf framreiðir frumlega Miðjarðarhafsrétti.
Einnig er boðið upp á sundlaugarbar í garðinum og bar/kaffihús með verönd og frábæru útsýni.