La Galiana Golf & Spa

334.800 kr.

Vörunúmer: Á ekki við Flokkur:

UPPSELT!


Lýsing

Þú ert kominn, fyrir framan þig er endalaus slökun.

La Galiana Golf Resort svæðið er hannað til að þér líði sem best. Lokaðu augunum. Andaðu. Þú hefur 200 hektara af náttúru allt í kringum þig. Þú getur fundið lykt næturinnar, óviðjafnanlegt dýralíf sem umlíkur dalinn og þeirri sælu tilfinningu sem fangar þig frá erli stórborgar. Nútímalegur arkitektúr hótelsins blandast saman við hið friðsæla umhverfi.

La Galiana hótelið opnaði um mitt ár 2022 og var byggt ofarlega í dalnum til að fullkomna hið ótrúlega útsýni yfir golfvöllinn og þennan fallega dal. Hótelið er byggt í Skandinavískum stíl með slökun og ánægju fyrst og síðast að leiðarljósi. Einstök og fullkomin upplifun er það sem matreiðslufólk La Galiana Golf Resort býður upp á. Miðjarðarhafsréttir okkar eru gjöf til andans, en annað á matseðli býður upp á allt það besta frá öllum heimshornum.

Upplifun á La Galiana Golf Resort er miklu meira en skemmtun og hvíld, okkar markmið er að þú aftengist umheiminum og hugsar um ekkert annað en golf og dekur.

La Galiana Golf Resort er fullkominn staður til að rækta huga, sál og líkama. Golfvöllurinn opnaði árið 2011 og hefur talist einn fallegasti golfvöllur Spánar frá upphafi með gríðarlegu fallegu landslagi á flestum holum vallarins.

Innifalið:

  • Flutningur á golfsetti, 20kg. innrituð taska og veski / bakpoki sem kemst undir sætið
  • Akstur til og frá flugvelli
  • Flug, Keflavík –Alicante– Keflavík
  • Gisting á 4* hóteli með hálfu fæði í 6 daga
  • 18 holur á dag
  • Golfbíll í 6 daga

*Gistináttaskattur ekki innifalinn.

Frekari upplýsingar og verðtilboð í síma 552-2018 eða info@tasport.is