September – október 2024
Verð frá 149.800 kr á mann í tvíbýli / 7 daga ferð
Vor 2025
Verð frá 173.800 kr á mann í tvíbýli / 7 daga ferð
Ath. Innifalið í verði er einungis gisting með morgunmat í 7 daga, golf í 5 daga, aðgangur að spa og heilsurækt og geymsla fyrir golfsett.
299.800 kr. – 359.800 kr.
La Galiana Golf Resort er eitt af merkilegustu golfsvæðum Spánar. La Galiana golfsvæðið opnaði fyrst sem golfvöllur árið 2011. Margar íslenskar ferðaskrifstofur hafa farið með gesti sína á þennan undurfagra golfvöll sem dagsbónus frá öðrum dvalarstöðum í nágrenninu. Yfir hundraði Íslendinga hafa farið þarna í dagsferðir og lýsa þessum golfvelli sem algjöru náttúru undri, en völlurinn var hannaður með það að leiðarljósi að leyfa náttúrunni að njóta sín sem best, útkoman er sú að La Galiana hefur oftar en einu sinni verið útnefndur einn fallegasti golfvöllur Spánar.
Um mitt ár 2022 opnaði La Galiana hótelið sem var byggt ofarlega í dalnum með ótrúlegu útsýni yfir golfvöllinn og þennan fallega dal sem golfvöllurinn situr í. Hótelið er byggt í Skandinavískum stíl með slökun og ánægju fyrst og síðast að leiðarljósi. La Galiana býður upp á fjölbreytan matseðil í einstöku umhverfi. Það er alveg óhætt að segja að golfgestir La Galiana upplifa hvergi annars staðar í Evrópu svona golfhótel með þetta einstaka golfútsyni.
Algjörlega einstakur golfáfanga staður á milli Alicante og Valencia!
Keflavík – Alicante – Keflavík
kl. 15:50 (OG604) – kl. 17:35 (OG601)
La Galiana Golf Resort Adults only er 4 stjörnu hótel staðsett á Barraca de Aguas Vivas sem er í eins og hálfs klukkustunda aksturfjarlægð frá Alicante flugvelli.
Hótelið er hið glæsilegasta og vekur eftirtekt fyrir nýtískulega og stílhreina hönnun.
Á hótelinu er garður / verönd, setustofa, bar, inni- og útisundlaug og veitingastaður. Á herbergjum er loftkæling, kaffivél, ísskápur, minibar, öryggishólf, sjónvarp og rúmgott baðherbergi.
Ath. Akstur til og frá flugvelli ekki innifalinn
*Gistináttaskattur ekki innifalinn