Verð frá 144.800 kr. á mann í íbúð / 4 saman
Fyrir frekari upplýsingar eða bókanir hafið samband í síma 552-2018 eða á info@tasport.is
Las Colinas Golf & Country Club völlurinn hefur aðeins eitt markmið: að bjóða upp á bestu þjónustu og þægindi þannig að hver og einn viðskiptavinur njóti einstakrar upplifunar á svæðinu.
Golf völlurinn, Las Colinas var hannaður af hinum virta landslagsarkitekt Cabell B. Robinson, en hann hannaði t.d. La Reserva í Sotogrande, Finca Cortesín á Costa del Sol, Praia D’El Rey í Portúgal og Royal Golf d’Evian í Frakklandi, allt saman heimþekktir golfvellir. Las Colinas Golf & Country Club er örugglega einn af betri golfvöllum Spánar. Þetta svæði er að verða ein af Íslendinga nýlendum Spánar, en fleiri og fleiri Íslendingar hafa byggt sér hús á svæðinu. Ef þú hefur ekki spilað golf á Las Colinas þá átt þú skemmtilegan tíma fram undan því að þessi golfvöllur er virkilega vel hannaður og skemmtilegur.
Las Colinas Golf & Country Club Residences er á 18 holu golfvelli og býður upp á útisundlaugar og 2 veitingastaði.
Boðið er upp á villur og íbúðir með verönd, 8 km frá ströndum Campoamor. Gegn aukagjaldi geta gestir notið strandklúbbsins.
Las Colinas Golf & Country Club Residences státar af íbúðum og villum með nútímalegum innréttingum. Til staðar eru loftkæling og setusvæði með sófa og flatskjá. Eldhúsið er með örbylgjuofn, ísskáp, ofn og kaffivél. Hið nýtískulega UNiK-kaffihús býður upp á Miðjarðarhafsrétti og flottar innréttingar sem hannaðar voru af Pepe Leal. Enso-sushibarinn býður upp á skapandi rétti og útsýni yfir golfvöllinn og stöðuvatnið.
Strandklúbburinn er staðsettur við La Glea-strönd og er einnig með sundlaug. Las Colinas er staðsett í stórri samstæðu og býður upp á útsýni yfir nærliggjandi skóga og fjöll. Þar eru einnig tennisvellir, paddle-tennisvellir og líkamsræktarstöð. Torrevieja er í 15 mínútna akstursfjarlægð frá dvalarstaðnum, en Alicante og flugvöllurinn þar eru í um 75 km fjarlægð.