9. – 12. maí 2025
Hafið samband við TA Sport Travel fyrir frekari upplýsingar í síma 552-2018 eða á info@tasport.is
173.600 kr. – 221.400 kr.
Það voru dökk ský yfir Eric Ten Hag hjá Manchester United alla leiktíðina 2023-24. Það rofaði til um stund við sætan sigur í FA Cup gegn erkifjendunum í City en svo dró ský fyrir sólu á ný í haust. Spurningin var þá aðeins hversu lengi hann héldi starfinu.
Ruben Amorim, stjóri Sporting Lissabon, tók við keflinu af Ten Hag í nóvember sl. Hann var strax hreinskilinn og sagði liðið þurfa betri leikmenn en það hefði á að skipa. Hann hefur reynt að koma á skilvirkara leikskipulagi en byrjunin hefur ekki verið neinn dans á rósum. Margir hafa þó trú á því að hann nái að koma liðinu á sigurbraut á ný.
Heimavöllur Manchester United er Old Trafford. Völlurinn tekur 74.300 mans, fleiri en nokkur annar völlur í eigu ensks félagsliðs.
Manchester United hefur unnið enska meistaratitilinn 20 sinnum, oftar en nokkurt annað lið. FA Cup hefur United unnið 13 sinnum. Þá hefur United unnið deildabikarinn (League Cup/EFL Cup og nú Carabao Cup) sex sinnum.
Að þessu sinni mætir Manchester United liði West Ham.
Victoria Warehouse Hospitality hólf N1404 – N1405
Hvernig á að bóka?
Staðfestingargjald, fullgreiðsla ferðar og afbókanir
Kef-Liverpool
Liverpool-Kef
3/4* hótelgisting í miðborg Manchester