Prjónahátíð (Bindifestivalurin) í Fuglafirði, Færeyjum 2026
22. – 27. apríl 2025
Verð frá 284.800 í tvíbýli
284.800 kr. – 324.800 kr.Price range: 284.800 kr. through 324.800 kr.
Komdu með og upplifðu prjónahátíðina í Færeyjum!
Hátíðin inniheldur fjölbreytta og skemmtilega dagskrá þar sem hægt er að sækja vinnustofur, fræðast um prjónamenningu og eiga frábærar stundir í góðum félagsskap.
Dagskrá
22.apríl – Miðvikudagur
Flug með Icelandair til Færeyja. Við komu mun Jóhann taka vel á móti hópnum og verður ekið til Gásadals og á Múlafoss. Í framhaldi verður farið í stutta gönguferð í Bøur. Ekið á hótel Brandan þar sem hópurinn innritar sig. Eftir það er ekið til Busatanga og farið í göngutúr um Þórshöfn. Kvöldið er frjálst.
23.apríl – Fimmtudagur
Haldið verður á Prjónahátíðina þar sem akstur er frá hótel Brandan kl. 08:00 og ekið áleiðis til Fuglafjarðar. Síðar um daginn er hópnum ekið aftur á hótelið.
24.apríl – Föstudagur
Prjónahátíðin kl.08:00. Síðar um daginn er hópnum ekið aftur á hótelið.
25.apríl – Laugardagur
Prjónahátíð og heimsókn í Navia ullar-og prjónaverslun. Ekið aftur á hótel um kl. 19:00. Kvöldið frjálst.
26.apríl – Sunnudagur
Menningarferð með Jóhanni í Norðurlandahúsið, þjóðminjasafnið og listasafnið. Um kvöldið verður síðan sameiginlegur kveðjukvöldverður með hópnum.
Valið stendur á milli Velbastað (hámark 20 gestir) eða Kirkjubøur (hámark 40 gestir).
27.apríl – Mánudagur
Morgunverður og heimferð.
Brottför frá hóteli kl. 11:00
Jóhann Ólafsson – Fararstjóri með sérþekkingu á Færeyjum
Jóhann hefur fylgst með mönnum og málefnum í Færeyjum í áratugi og kann ótal góðar sögur. Hann var fyrst sendur til starfa í Færeyjum af Eimskip árið 1991, bjó þar í sjö ár og hefur síðan árið 2011 verið búsettur þar. Með Jóhann sem leiðsögumann tryggjum við einstaka upplifun.
*Athugið dagskrá er sett fram með fyrirvara um breytingar
22.apríl Icelandair Keflavík – Færeyjar
27.apríl Icelandair Færeyjar – Keflavík
Hotel Brandan er fjögra stjörnu hótel staðsett í Þórshöfn, 2,3 km frá Sandagerði-ströndinni.
Á hótelinu er líkamsrækt, verönd og veitingastaður. Öll herbergin á hótelinu eru með skrifborð, wifi, ketil, flatskjá, sérbaðherbergi, rúmföt, fataskáp og handklæði.