Prjónahátíð (Bindifestivalurin) í Fuglafirði, Færeyjum 2025
25. – 28. apríl 2025
224.800 kr. – 254.800 kr.
Komdu með og upplifðu prjónahátíðina í Færeyjum!
Hátíðin inniheldur fjölbreytta og skemmtilega dagskrá þar sem hægt er að sækja vinnustofur, fræðast um prjónamenningu og eiga frábærar stundir í góðum félagsskap.
Brottfarardagur og flug:
Flogið er með Atlantic Airways.
25.apríl – brottför frá Keflavík kl. 09:00
28.apríl – brottför frá Vogaflugvelli kl. 10:30
Fararstjóri: Jóhann Valbjörn
Hátíðin fer fram í menntunarhúsinu í Fuglafirði og nágrenni. Fararstjóri mun taka á móti hópnum og farið verður með rútu beint á prjónahátíðina, á leiðinni mun fararstjóri spjalla um staðhætti og menningu Færeyja. Um kvöldið hefst síðan hátíðlegur þriggja rétta kvöldverður með tilheyrandi skemmtun. Gist verður á hótel Brandan og verður farið með rútu til og frá prjónahátíðinni. Hægt er að sækja í fróðleik og skemmtun á hátíðinni og er því úr nógu að velja. Innifalið í ferðinni eru tvær vinnustofur og hægt er að velja úr fjölbreyttu úrvali. Einnig er í boði hádegisverður á hátíðinni og er heitt á könnunni allan daginn. Hópurinn okkar mun síðan upplifa einstaka upplifun eftir að dagskrá lýkur á hátíðinni á laugardeginum þar sem farið verður með fararstjóra á Kirkjubæ og verður komið aftur á hótelið seinna um kvöldið. Á sunnudeginum er hægt að taka þátt í skemmtilegri dagskrá með fararstjóra þar sem Norðurlandahúsið og þjóðminjasafnið verður m.a. skoðað. Taktu þátt í þessari frábæru og vinsælu ferð okkar til Færeyja.
Keflavík – Færeyjar
Færeyjar – Keflavík
Hotel Brandan er fjögra stjörnu hótel staðsett í Þórshöfn, 2,3 km frá Sandagerði-ströndinni.
Á hótelinu er líkamsrækt, verönd og veitingastaður. Öll herbergin á hótelinu eru með skrifborð, wifi, ketil, flatskjá, sérbaðherbergi, rúmföt, fataskáp og handklæði.
Ekki innifalið: Kvöldmatur tvö kvöld, viðbótarvinnustofa