Prjónahátíð (Bindifestivalurin) í Fuglafirði, Færeyjum 2025
Á prjónahátíðinni í Fuglafirði koma saman prjónarar og prjóna, spjalla saman, skiptast á fróðleik og skemmta sér.
Ferð okkar á Bindifestivalinn 2024 í apríl á þessu ári, tókst mjög vel og íslensku prjónakonunar voru mjög ánægðar með ferðina í heild. Því viljum við endurtaka leikinn á næsta ári. En þar sem prjónakonurnar í Fuglafirði taka ekki ákvörðun fyrr en í janúar á næsta ári hvort og hvenær hátíðin verður haldin er ekki hægt að bóka fyrr en þá. Þar sem mikill áhugi og margar fyrirspurnir eru á ferðinni á næsta ár þá höfum við ákveðið að vera með forskráningu. Þið sendið okkur póst á info@tasport.is með nafni, netfangi og símanúmer og við setjum ykkur á listann. Við höfum svo samband við ykkur til þess að endurtaka þessa frábæru ferð.
Athugið takmarkaður sætafjöldi!
0 kr.
Bindifestivalurin er prjónahátíð í Færeyjum þar sem prjónafólk kemur saman allsstaðar að úr heiminum.
Hátíðin fer fram í menntunarhúsinu í Fuglafirði og nágrenni. Þar má finna hinar ýmsu prjónverslanir og smáfyrirtæki.
Á hátíðinni eru fyrirlestrar, vinnustofur, veitingar, spjall og fræðsla um prjónaskap og margt fleira.
Föstudagur 12. apríl.
Ferðalagnar þurfa að rísa og fara út á flugvöll (eða suður daginn áður)
07:00 Mæta í innskráningu á Keflavíkurflugvelli.
09:00 Brottför Atlantic Airways RC 402 frá Keflavíkurflugvelli. Nýlegar Airbus Neo o.þ.a.l. stutt flug með veitingasölu um borð.
11:25 Lent á Vogaflugvelli á Vogey. Rúta með leiðsögumanni bíður.
11:50 Farið með rútu frá flugvellinum á Hótel Brandan. Á leiðinni verða sagðar sögur, spjallað um staðhætti, menningu.
12:40 Innskráning á Hotel Brandan (farangur annar en prjónadót í hótelherbergi). Hér þarf að hafa hraðar hendur enda er festivalurinn byrjaður og nú þarf að koma sér í gírinn. Leiðsögumenn verða á staðnum og uppfræða ferðalanda eins og þeim er einum lagið.
13:10 Farið frá Hotel Brandan og ekið um Austureyjargöng áleiðis til Fuglafjarðar um Rúnavik, Skálafjörð, Götugjógv, Götu til Fuglafjarðar.
13:50 Komið á Bindifestivalin Fuglafirði (fésbókin; Bindifestivalurin í Fuglafirði)
22:30 Farið með rútu frá Bindifestivalinum á Hotel Brandan (u.þ.b. 40 mín)
23:10 Formlegri dagskrá dagsins lokið en hægt að fá sér hressingu á barnum eða skreppa í bæinn en næturlíf í Færeyjum byrjan um miðnætti.
Laugardagur 13. apríl.
07:00 Morgunmatur á Hotel Brandan
08:00 Farið með rútu frá Hotel Brandan á Prjónahátíðina í Fuglafirði. Ef veður og tími leyfir þá verður ekið um Sundalagið sem er sundið milli Straumeyjar og Austureyjar og sagt frá staðháttum.
Dagskrá dagsins er í höndum Fuglfirðinga en þar eru verkstofur, fyrirlestrar, kaffi og meðlæti og alls konar.
17:00 Farið með rútu í bæinn á hótelið.
19:00 Farið frá Hótel Brandan til Kirkjubæjar með rútunni. Kirkjubær er “Skálholt og Þingvellir samanlagt” og þartekur á móti hópnum Jóhannes Patursson bóndi sem leiðir hópin í Maríukirjunna frá 12. öld, sagt frá staðháttum, gengið til Reykstofu þar sem framreiddur verður tveggja rétta matur með kaffi og smákruðaríi á eftir.
22:00 Haldið heim á Hotel Brandan.
Sunnudagur 14. apríl.
Morgunmatur er innifalinn í verðinu á Hotel Brandan frá klukkan 08 til 11.
11:30 Farið á Tjóðarsafnið (þeir sem sofa út eða vilja slaka á þurfa að láta vita daginn áður)
11:45 Farið rakleiðis á sýningu um færeyska þjóðbúninga og heilsu fornminjar færeyskra.
12:55 Farið með rútunni á Norðurlandahúsið, húsið skoðað í stutta sund og saga hússins reifuð.
14:00 Rútan keyrir mannskapin á Listasafn Færeyja..
14:20 Listasafn Færeyja. Léttur snarl með súrdeigi frá Brauðvirkinu á Cafe List. Gengið um safnið með leiðsögn JVLO
15:30 Formlegri dagskrá lýkur fram til 17:30
Stutt að ganga í miðbæinn um Skrúðgarðinn og setjast á kaffihús eða rölta um, t.d. út á Þinganes, Rein, Bryggjubakka, Vaglið og Busatanga
Hægt að pata sér kvöldmat en talsvert úrval er af matsölustöðum í Tórshavn (www.visittorshavn.fo)
Mánudagur 15 apríl.
Muna að vakna í tíma og gott er að tékka sig út fyrir morgunmat eða í síðasta lagi klukkan 08:30.
Einnig er hægt að gera innskráningu á netinu í flug, velja sæti og panta sér mat og drykk.
08:45 Ekið frá Hotel Brandan til flugvallar
09:45 Innskráning á flugvelli
10:45 Brottför RC401 Atlantic Airways frá Vogaflugvelli til Keflavíkur.
12:15 Lent á Keflavíkurflugvelli.
12. apríl kl. 09:00 – 11:25 Keflavík – Færeyjar
15. apríl kl. 10:45 – 12:15 Færeyjar – Keflavík
Hotel Brandan er fjögra stjörnu hótel staðsett í Þórshöfn, 2,3 km frá Sandagerði-ströndinni.
Á hótelinu er líkamsrækt, verönd og veitingastaður. Öll herbergin á hótelinu eru með skrifborð, wifi, ketil, flatskjá, sérbaðherbergi, rúmföt, fataskáp og handklæði.
Ekki innifalið: Kvöldmatur tvö kvöld, viðbótarvinnustofa