Lýsing
Real Club de Golf El Prat
Einn elsti og þekktasti golfvöllur Spánar hannaður af Greg Normann, opnaður árið 1912. Golfsvæðið er staðsett í fallegu úthverfi aðeins 30 mín frá Barcelona. El Prat er talið eitt af flottustu golfsvæðum spánar, haldin hafa verið meira en 250 golfmót á hæsta leveli meðal annars opna spænska 10 sinnum.
Svæðið bíður uppá fimm 9 holu velli sem er stillt upp í tvo mismunandi 18 holu velli og einn 9 holur. Ásamt því hafa gestir aðgang að top æfingasvæði til að æfa og bæta leikinn sinn, meðal annars driving range, púttgreen og allt sem til þarf í stutta spilið.
Chateauform’ Campus La Mola
Hótelið er staðsett 25 mín frá Barcelona í hjarta Sant Llorenc del Munt friðlandinu. Herbergin bjóða uppá fallegt útsýni yfir landslagið umhverfis hótelið. Keyrsla á milli hótels og golfsvæðis tekur u.þ.b. 10 mín á golfbíl sem eru alltaf fyrir utan hótelið að morgni dags. Meðal þess sem hótel hefur að bjóða er útigufa, sundlaug og heilsulind með tyrkneskum böðum.
Frekari upplýsingar og verðtilboð í síma 552-2018 eða info@tasport.is
Innifalið í pakkanum
- Flug, skattar og gjöld Kef – BCN – Kef
- Flutningur á golfsetti, 20 kg. innritaðri tösku og handfarangri sem kemst undir sætið
- Akstur til og frá flugvelli á hótel
- Gisting á 4* hóteli.
- Hálft fæði
- Drykkir á hóteli milli kl. 17 og 23:00 (bjór, gos,kaffi og te)
- Afþreying, Píla, borðtennis og hjólaleiga.
- Ótakmarkað golf (ekki á ferðadögum)
- Golfbíll (18 holur á dag)
Spa 15€ skiptið og ótakmarkaðir sterkir drykkir 15€ per dag.
Golfbíll kostar 45€, rafmagnskerra 20€, scooter 28€
Gistináttaskattur ekki innifalinn.