Sierra Golf Resort

Flokkur:

Innifalið

  • Flug, skattar og gjöld. Keflavík – Gdansk – Keflavík.
  • Flutningur á 20kg. golfsetti, 10kg. handfarangur og bakpoki.
  • Akstur frá flugvelli á hótel og tilbaka við brottför.
  • Gisting með hálfu fæði.
  • 18 holur á dag.
  • Golfkerra.
  • Æfingarboltar.
  • Íslensk fararstjórn. (lágmark 16 manns.)

 

Flogið út þri, fim og laugardaga. Þú velur dagsetningu og lengd ferðar og færð verðtilboð frá okkur.

Frekari upplýsingar og verðtilboð í síma 552-2018 eða info@tasport.is

Lýsing

Sierra Golf

Fallegt golfsvæði staðsett í stórkostlegu umhverfi með hágæða 18 holu golfvelli um 50 mínútum frá flugvellinum í Gdansk. Völlurinn sem er par 72, krefjandi en ekki sérstaklega langur eða 5623 metrar af gulum. Högg lengri kylfingar geta leikið af hvítum teig sem er 6115 metrar.  Eitt af aðalsmerkjum Sierra Golf er hversu vel völlurinn og allt umhverfið er hirt og snyrtilegt. Gróður er einstaklega fallegur bæði á vori sem og hausti. Á svæðinu er frábært æfingarsvæði, 9 holu æfingarvöllur par 3, driving range með 26 stæðum sem eru yfirbyggð og allt sem þú þarft til að bæta stutta spilið.

Viðburðir á Sierra Golf síðustur ár:

– Qualifications to Omega Golf Tournament
– European Senior Men’s Team Championship by BMW 2014
– European Senior Women’s Team Championship 2016
– Professional League pro Golf Tour LOTOS Polish Open 2015


Ný og glæsileg gisting tekin í notkun núna 2021. Gestir gista í litlum húsum byggð í skandinavískum stíl innan lokaðs svæðis við golfvöllinn. Öll húsin hafa 2 herbergi með sér  inngangi og sér verönd. Sierra býður einnig upp á gufubað, paddle tennisvelli og sundlaug.