Lýsing
Stockholm Football Cup 3 – 6.ágúst 2023
Nýtt mót í Stokkhólmi í Svíþjóð haldið fyrst 2019 þar sem 220 lið skráðu sig til leiks. Liðið sem stendur að þessu mótið er Enskede IK sem hlaut verðlaun frá sænska knattspyrnusambandinu árið 2016 sem besta barna- og ungmennafélag svíþjóðar. Fjórir leikdagar og mælum við með að setja ferðina upp sem æfinga og keppnisferð, hægt að æfa í nálægð við gistingu fyrstu 2 dagana t.d ásamt því að nýta þá afþreyingu sem Stokkhólmur hefur að bjóða.
Mótsvæðið.
Vellirnir eru staðsettir í kringum Enskede svæðið. Samgöngur eru innifaldar í mótsgjaldinu, samgöngur í Stokkhólmi eru fyrsta flokks og mjög einfalt og þægilegt að ferðast með liðin á milli leikstaða.
- Að minnsta kosti 5 leikir á lið
- Leiktími 2×25