Untitled design (16)
Tenerife Top Training
Æfinga og keppnisferð
Spánn
Tenerife

Tenerife Top Training

  • Frábær aðstaða á Costa Adeje ströndinni, um 20 mínútur frá flugvellinum
  • 50m ólympíulaug, 10 brautir
  • 25m sundlaug, 6 brautir

LÝSING

Æfingasvæði í hæsta gæðaflokki. Tvær úti sundlaugar sem eru fullkomnar til sundþjálfunar þar sem þær hafa sérstakan síunarbúnað til að halda klóri í litlu magni. Sundlaugunum er haldið stöðugum á milli 26-28°C allt árið. Á bakkanum er aðstaða fyrir iðkendur til styrktar- og teygjuæfinga.

Einnig hefur svæðið æfingalaug þar sem þjálfarinn stillir ákveðin straum og getur horft undir laugina í gegnum gler og tekið upp.

Svæðið býður uppá gott úrval af æfingabúnaði.

Hægt er að brjóta upp æfingadaginn en á svæðinu er til staðar hlaupabraut, strandblak, fótboltavellir, tennis, skvass, úti og inni líkamsræktarstöð og crossfit box.

Lið hafa aðgang að nuddherbegi og spa sem er útbúið með nuddpotti, köldum potti, gufubaði og tyrknesku baði, fullkomið til að slaka á eftir æfingar dagsins.

bóka ferð

Myndagallerý

Hafa samband