Glæsileg íþróttaaðstaða á Costa Adeje, Tenerife
Hafðu samband og fáðu tilboð fyrir hópinn þinn í síma 552-2018 eða info@tasport.is.
Staðsett á Costa Adeje ströndinni á Tenerife. Æfingasvæði í hæsta gæðaflokki með tveimur grasvöllum og sérstökum markmannsþjálfunar velli sem allir eru flóðlýstir. Liðin hafa aðgang að flottum og fjölbreyttum æfingabúnaði, t.d. stigum, hliðum, dummies körlum, fótbolta tennissett o.fl.
Hægt er að brjóta upp æfingadaginn, á svæðinu er til staðar hlaupabraut, strandblakvöllur, sundlaugar, tennisvellir, skvass, úti og inni líkamsræktarstöð og crossfit box.
Lið hafa aðgang að nuddherbegi og spa sem er útbúið með nuddpotti, köldum potti, gufubaði og tyrknesku baði, fullkomið til að slaka á eftir æfingar dagsins.
Möguleiki er að spila æfingaleik.
Meðal liða sem æft hafa á svæðinu eru Liverpool, Man City og FC Basel.
Æfingabúnaður