Lýsing
Lýsing
Ævintýra golfferð til Suður Frakklands
Terre Blanche og Château Taulane eru líklega bestu og frægustu golfvellir Suður Frakklands hver á sinn hátt. Terre Blanche hefur hýst Evrópumótaröðina, áskorana mótaröðina, opna franska meistaramótið og fleiri stór mót til marga ára. Château Taulane er hins vegar talinn einn fallegasti golfvöllur Frakklands og ber hann það nafn með réttu. Það er ólýsanlegt að spila þessi tvö golfsvæði og hvað þá í sömu ferðinni.
Flogið er beint á Nice og þaðan er haldið beint til Terre Blanche sem er aðeins í 40 mín frá flugvellinum, gist verður þar í 6 daga og spilað 5 daga á Château og Riou völlunum sem eru báðir eins og listaverk. Næstsíðasta daginn, 23. júní er farið yfir á Château Taulane og spilað þar þar tvo hringi og gist eina nótt. Seinnipartinn 24. júní er flogið heim til Íslands með Icelandair.
Terre Blanche verður hinn fullkomni vettvangur fyrir ótrúlega golfferð, með lúxus gistingu, glæsilegum veitingastöðum og stórbrotnum völlum sem hannaðir eru af hinum virta arkitekt Dave Thomas. Terre Blanche og Costa Navarino í Grikklandi hafa slegist um nafnbótina besta golfsvæði Evrópu s.l. ár.
Brottför 17. júní klukkan 16:25 – Flug FI560
Heimför 24. júní klukkan 23:30 – Flug FI561



Château Taulane
Eins og áður segir verður gist eina nótt á Château Taulane sem er gamall herragarður/kastali sem var endurbyggður í byrjun 18 aldar. Golfvöllurinn sjálfur er hannaður að Gary Player og er völlurinn betur þekktur sem Black Knight. Þetta er fyrsti golfvöllurinn sem Gary Player hannaði á franskri grundu og lagði hann mikla vinnu í þennan golfvöll en sumir segja að þetta sé hinn fullkomni Gary Player golfvöllur
Það er hægt að segja það með vissu að þessi golfvöllur er mjög sanngjarn fyrir alla getu leikmanna. Ekki eru margir hringir spilaðir á þessum velli en hann er lokaður 6 mánuði á ári.
Sá sem spilar völlinn tekur strax eftir að brautir, teigar og grín eru algjörlega fyrsta flokks og það eru forréttindi að fá að spila svona golfvelli.
- 18. júní : Château Taulane – rástími frá 10:00
- 19. júní: Château Taulane – rástími frá 10:00
- 20. júní: Riou – rástími frá 10:00
- 21. júní: Château Taulane – rástími frá 10:00
- 22. júní: Riou námskeið frá 10:00
- 23. júní: Château Taulane – rástími frá 13:45
- 24. júní: Château Taulane – rástími frá 09:00



Frekari upplýsingar og verðtilboð í síma 552-2018 eða info@tasport.is
Gisting
Terre Blanche Hotel Spa Golf Resort*****
Allar gistingar á Terre Blanche eru litlar svítur á milli móttöku á svæðinu og golfvallar.
Terre Blanche er lokað svæði og virkar eins og litið þorp, eingöngu fyrir gesti.
Herbergin eru deluxe lúxussvítur, aðskildar setustofur og sér verönd – hönnun er þannig að ekki sést á milli garða. Ókeypis aðgangur er að heilsulind sem býður uppá gufubað, tyrkneskt bað, sundlaug, innisundlaug og líkamsræktarstöð (heilsulindarmeðferð er gegn aukagjaldi). Netaðgangur er gjaldfrjáls sem og aðgangur í Albatros Golf Performance Center ásamt æfingaboltum.
Vert er að taka það fram að Valdís Jónsdóttir fyrrverandi atvinnukylfingur fékk kortið sitt á þessum velli.
Aðrar upplýsingar
- Morgunverðarhlaðborð á Gaudina veitingastaðnum
- Innritun frá 15:00 – Útritun klukkan 12:00
- Hámarksforgjöf 35 á vellina, tveir 18 holu golfvellir
- Kvöldverður á Le Faventia sem fékk Michelin stjörnu á þessu ári (Chef Cristophe Schmitt)
- OAK Nýr veitingarstaðurinn í klúbbhúsinu opnaði nóvember 2020. Hann býður upp á hefðbundin katalónískan matseðil ásamt fjölbreyttum vikumatseðil. Einnig er í boði fljótlegir réttir eins og tapas, samlokur og hamborgar fyrir á sem vilja.
Château et Golf De Taulane****
Eins og áður segir verður gist síðustu nóttina á þessu glæsilega hóteli.
Château de Taulane er 4 stjörnu hótel staðsett 20 km frá Verdon-gljúfrinu í töfrandi umhverfi með 18 holu golfvelli. Það býður upp á glæsileg herbergi og frábæra aðstöðu en herbergin eru staðsett inni í kastalanum og einnig í herragarðinum. Þau eru smekklega innréttuð í hefðbundnum Provençal stíl. Baðsloppar, inniskór og ókeypis snyrtivörur eru til staðar í öllum herbergjum. Veitingastaðurinn á staðnum býður upp á vandaða matargerð sem er útbúin af úrvals matreiðslumanni. Þar er líka bar og önnur úrvals hótelþjónustu í boði fyrir gesti. Gestir hafa ókeypis aðgang að líkamsrækt og sundlaug með vatnsnuddi, fótaböð, gufubað, sauna, heilsulind og heitum potti. Einnig er í boði ýmsar meðferðir gegn gjaldi, þ.m.t. nudd, Vichy-sturtur, súkkulaðimeðferð, vínmeðferð og cava-meðferð.




Innifalið
- Flug, skattar og gjöld Keflavík – Nice – Keflavík
- 20kg innrituð taska, 20kg golfsett og taska/bakpoki sem kemst undir sætið
- Akstur frá flugvelli á hótel og til baka við brottför
- Akstur milli golfsvæða
- Gisting með hálfu fæði
- Golf og golfbíll
- Íslensk fararstjórn
Gistináttaskattur ekki innifalinn
Frekari upplýsingar og verðtilboð í síma 552-2018 eða info@tasport.is