Innifalið í verði er flug, farangur, golfsett, flutningur til og frá golfsvæða og flugvalla, gisting, golf og golfbíll, íslensk fararstjórn.
Takmarkað sætaframboð í þessa ferð!
Hafið samband á info@tasport.is ef áhugi er fyrir verðtilboði í ferð til Terre Blanche
Terre Blanche og Château Taulane eru líklega bestu og frægustu golfvellir Suður Frakklands hver á sinn hátt. Terre Blanche hefur hýst Evrópumótaröðina, áskorana mótaröðina, opna franska meistaramótið og fleiri stór mót til marga ára. Château Taulane er hins vegar talinn einn fallegasti golfvöllur Frakklands og ber hann það nafn með réttu. Það er ólýsanlegt að spila þessi tvö golfsvæði og hvað þá í sömu ferðinni.
Terre Blanche / 2 golfvellir
Terre Blanche verður hinn fullkomni vettvangur fyrir ótrúlega golfferð, með lúxus gistingu, glæsilegum veitingastöðum og stórbrotnum völlum sem hannaðir eru af hinum virta arkitekt Dave Thomas. Terre Blanche og Costa Navarino í Grikklandi hafa slegist um nafnbótina besta golfsvæði Evrópu s.l. ár.
Vert er að taka það fram að Valdís Jónsdóttir fyrrverandi atvinnukylfingur fékk Evrópukortið sitt á Terre Blanche árið 2017.
Château Taulane / 1 völlur
Château Taulane er gamall herragarður/kastali sem var endurbyggður í byrjun 18 aldar. Golfvöllurinn sjálfur er hannaður að Gary Player og er völlurinn betur þekktur sem Black Knight. Þetta er fyrsti golfvöllurinn sem Gary Player hannaði á franskri grundu og lagði hann mikla vinnu í þennan golfvöll en sumir segja að þetta sé hinn fullkomni Gary Player golfvöllur
Það er hægt að segja það með vissu að þessi golfvöllur er mjög sanngjarn fyrir alla getu leikmanna. Ekki eru margir hringir spilaðir á þessum velli en hann er lokaður 6 mánuði á ári.
Sá sem spilar völlinn tekur strax eftir að brautir, teigar og grín eru algjörlega fyrsta flokks og það eru forréttindi að fá að spila svona golfvelli.
Flestir sem koma á Château Taulane eru sammála um að hann sé einn fallegasti golfvöllurinn. Umhverfið er rólegt og afslappað, en eins og áður segir gríðarleg fegurð hvert sem litið er.
Þessi fallegi golfvöllur er aðeins opin 6 mánuði á ári og ber hans þess merki að vera ekki spilaður allt árið, rennisléttar brautir, frábærir teigar og allt upp á tíu þegar kemur að þessum fallega golfvelli.
Samkvæmt leading course fá þessir golfvellir hæstu einkunn sem hægt er að fá.
Flogið er til Nice í Frakkland
Allar gistingar á Terre Blanche eru litlar svítur á milli móttöku á svæðinu og golfvallar.
Terre Blanche er lokað svæði og virkar eins og litið þorp, eingöngu fyrir gesti.
Herbergin eru deluxe lúxussvítur, aðskildar setustofur og sér verönd – hönnun er þannig að ekki sést á milli garða. Ókeypis aðgangur er að heilsulind sem býður uppá gufubað, tyrkneskt bað, sundlaug, innisundlaug og líkamsræktarstöð (heilsulindarmeðferð er gegn aukagjaldi). Netaðgangur er gjaldfrjáls sem og aðgangur í Albatros Golf Performance Center ásamt æfingaboltum.
Aðrar upplýsingar
Eins og áður segir verður gist síðustu nóttina á þessu glæsilega hóteli.
Château de Taulane er 4 stjörnu hótel staðsett 20 km frá Verdon-gljúfrinu í töfrandi umhverfi með 18 holu golfvelli. Það býður upp á glæsileg herbergi og frábæra aðstöðu en herbergin eru staðsett inni í kastalanum og einnig í herragarðinum. Þau eru smekklega innréttuð í hefðbundnum Provençal stíl. Baðsloppar, inniskór og ókeypis snyrtivörur eru til staðar í öllum herbergjum. Veitingastaðurinn býður uppá vandaðan mat sem er útbúinn af frönskum michelin matreiðslumanni. Þar er líka bar og önnur úrvals þjónusta í boði fyrir gesti. Gestir hafa ókeypis aðgang að líkamsrækt og sundlaug með vatnsnuddi, fótaböð, gufubað, sauna, heilsulind og heitum potti. Einnig er í boði ýmsar meðferðir gegn gjaldi, þ.m.t. nudd, Súkkulaði meðferð o.s.fr.
Hægt er að kaupa hópmatseðill á Terre Blanche á 90 evrur á mann sem vilja og einnig morgunmat á 35 evrur. Þetta er að sjálfsögðu val, einnig er hægt að velja sér kvöldverð á matseðli og kaupa sér léttan morgunmat.
Gist er í svítum á Terre Blanche í hlíðinni milli móttöku og golfvallar og kastala á Château Taulane eina nótt með morgunmat.
Búið er að taka frá Superior herbergi með golf útsýni (hægt er að uppfæra þau herbergi í svítur).
Gistináttaskattur ekki innifalinn