21. -24. febrúar 2026
Hafið samband við TA Sport Travel fyrir frekari upplýsingar í síma 552-2018 eða á info@tasport.is
Þrátt fyrir að Totttenham Hotspur ynni sigur í Europa League og þar með sinn fyrsta titil í 17 ár var það ekki nóg til að bjarga Ange Postecoglu frá því að fá reisupassann. Spurs gekk afleitlega í Premier League og hafnaði að endingu í 17. sæti. Daninn geðþekki, Thomas Frank, sem hefur unnið þrekvirki hjá Brentford, hefur verið ráðinn til þess að snúa taflinu við hjá Spurs. Hans bíður klárlega ærið verkefni.
Tottenham Hotspur Stadium, heimavöllur Spurs, er án efa sá glæsilegasti í Englandi. Fullskipaður tekur hann 62.850 áhorfendur.
Tottenham hefur aðeins unnið deildabikarinn einu sinni og FA Cup einu sinni á sl. 25 árum. Liðið hefur tvívegis orðið enskur meistari, unnið FA Cup 8 sinnum og deildabikarinn (League Cup/EFL Cup og nú Carabao Cup) 4 sinnum.
Að þessu sinni mætir Tottenham liði Arsenal.
Dæmi um útsýni úr sæti.
Hvernig á að bóka?
Staðfestingargjald, fullgreiðsla ferðar og afbókanir
Kef-London
London-Kef
3/4* hótelgisting